Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. Innlent 15. janúar 2020 05:30
Stúlkan sem lenti í snjóflóðinu flutt til Ísafjarðar með Þór Unglingsstúlkan sem lenti í snjUnglingsstúlkan sem lenti í snjóflóðinu sem féll á Flateyri seint í gærkvöldi verður flutt með varðskipinu Þór á Ísafjörð. Líðan hennar er eftir atvikum góð. Innlent 15. janúar 2020 04:28
Hefðu byrjað rýmingar fyrir mörgum dögum ef varnargarðsins nyti ekki við á Flateyri Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist afar þakklátur fyrir það að allir hafi komist óhultir frá snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og Suðureyri seint í kvöld. Innlent 15. janúar 2020 04:08
Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Innlent 15. janúar 2020 02:46
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Innlent 15. janúar 2020 02:42
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Innlent 15. janúar 2020 02:20
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Innlent 15. janúar 2020 01:45
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ Innlent 15. janúar 2020 01:09
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Innlent 15. janúar 2020 00:59
Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna snjóflóða sem féllu á Vestfjörðum nú seint í kvöld. Innlent 14. janúar 2020 23:55
Þrír góðir dagar á undan næstu lægð Enn er hættu- og óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu og búist er við því að fjöldi flóða hafi fallið til viðbótar við þau sem þegar hafa verið staðfest. Innlent 14. janúar 2020 22:37
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. Innlent 14. janúar 2020 21:30
Hnífsdalsvegur lokaður vegna snjóflóðs Nú á fjórða tímanum féll snjóflóð á Hnífsdalsveg á Vestfjörðum. Veginum hefur því verið lokað. Innlent 14. janúar 2020 15:49
Sjá ekki fram á að opna vegi fyrir umferð fyrr en á morgun Enn geisar norðaustan stormur á Vestfjörðum með skafrenningi og éljagangi. Innlent 14. janúar 2020 14:58
Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Innlent 14. janúar 2020 13:08
Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Innlent 14. janúar 2020 12:53
Komst út um gluggann eftir að strætó endaði í Tjörninni Enginn farþegi var um borð þegar leið tólf hjá strætó hafnaði hálfur úti í Reykjavíkurtjörn undir miðnætti í nótt. Innlent 14. janúar 2020 11:39
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. Innlent 14. janúar 2020 10:49
Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. Innlent 14. janúar 2020 09:00
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Innlent 14. janúar 2020 06:00
Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Innlent 13. janúar 2020 21:51
Lægðin sem gengur yfir Ísland veldur usla í Bretlandi og hefur fengið nafnið Brendan Þúsundir heimila eru án rafmagns á Norður-Írlandi og vegum hefur víða verið lokað vegna illviðris sem gengur nú yfir stóran hluta Bretlands. Erlent 13. janúar 2020 20:30
Rýmdu hús á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Búast má við því að snjóflóð falli í því veðri sem nú er á svæðinu og geta þau orðið nokkuð stór að sögn Veðurstofunnar. Innlent 13. janúar 2020 18:12
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. Innlent 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. Innlent 13. janúar 2020 13:30
Veðrið kom aftan að Isavia og Icelandair Óveðrið í gær kom Isavia á óvart en veðurspár höfðu ekki greint frá slíkum hvelli að sögn upplýsingafulltrúa Isavia. Alls voru um 4000 farþegar voru strandaglópar á flugvellinum á miðnætti í gær. Fimm hundruð manns nýttu sér þjónustu í fjöldahjálparstöð sem opnuð var í gærkvöldi í Reykjanesbæ. Flug var á áætlun í morgun og verður flýtt í dag. Ferðamenn eru beðnir að fylgjast vel með flugáætlun. Innlent 13. janúar 2020 12:15
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13. janúar 2020 10:43
Farþegarnir lýsa „hryllilegri“ bið og„ógeðslegu“ ástandi þegar dyrnar voru opnaðar Björgunarsveitarmaður segir að alvarlegu ástandi hafi verið afstýrt. Innlent 13. janúar 2020 10:30
Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Innlent 13. janúar 2020 09:27
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. Innlent 13. janúar 2020 08:48