Veður

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þokan liggur yfir öllum Laugardalnum.
Þokan liggur yfir öllum Laugardalnum. vísir/óttar

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

„Það kólnaði í nótt og þá þéttist rakinn og þetta mikla þoku­loft myndast á Faxa­flóanum. Síðan er svona létt vest­læg átt sem dælir þokunni til okkar,“ segir Ei­ríkur Örn Jóhannes­son veður­fræðingur.

Fyrir ofan þokuna er síðan létt­skýjað og ef ekki væri fyrir hana væri tals­verð sól á höfuð­borgar­svæðinu í dag.

Ei­ríkur segir mögu­legt að sólin nái að brenna þokuna í burtu í dag en hljómar þó ekki bjart­sýnn: „Það er ekki úti­lokað. Maður náttúru­lega vonar að þetta brennist alveg af en klukkan er orðin 11 og manni sýnist að það sem sólin nær að brenna hér komi bara jafn­óðum aftur út af Flóanum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×