Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 07:49 Gosmóðunnar hefur meðal annars gætt á höfuðborgarsvæðinu. Vegna hennar rétt sést móta fyrir Esjunni úr húsnæði fréttastofunnar við Suðurlandsbraut nú í morgun. Vísir/Vésteinn Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira