Vatnsforði Þórisvatns aldrei mælst minni á miðju sumri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 22:22 Frá Þórisvatni. Vatnajökull í baksýn. Arnar Halldórsson Vatnshæð Þórisvatns hefur aldrei mælst lægri um þetta leyti árs frá því farið var að nýta vatnið sem helsta vatnsforðabúr þjóðarinnar og er yfirborð þess núna sjö metrum lægra en í meðalári. Talsmaður Landsvirkjunar segir þó enga ástæðu til að óttast raforkuskort í vetur. Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þórisvatn er aðalmiðlunarlón virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Vatnið virkar þannig í raun sem stærsti rafgeymir landsins. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar.Kristinn Guðmundsson „Það hefur aldrei verið minna í Þórisvatni. Það stendur illa, getur maður sagt, innan gæsalappa, nema hvað við missum engan svefn yfir því,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í fréttum Stöðvar 2. Rauða línan efst á grafinu hér fyrir neðan sýnir hvenær Þórisvatn fer á yfirfall en það er í 579 metra hæð yfir sjávarmáli. Bláa svæðið táknar lægstu og hæstu gildi fram til þessa. Gula línan er áætlað meðaltal vatnshæðar, bláa línan síðasta vatnsár og fjólubláa línan núverandi vatnsár. Vatnshæðin stendur núna í 569 metrum yfir sjávarmáli, sjö metrum lægra miðað við 576 metra hæð í meðalári um miðjan júlímánuð. Vatnshæð Þórisvatns. Hringurinn á grafinu til hægri sýnir hvar línan fyrir núverandi vatnsár er komin niður fyrir lægsta gildi sem áður hefur mælst.Landsvirkjun Frá því seinnipartinn í júní hefur vatnshæðin verið fyrir neðan lægstu stöðu sem áður hefur mælst. Landsvirkjunarmenn segja að veðráttan ráði mestu um vatnsbúskapinn, þættir eins og bráðnun jökla, vorflóð og úrkoma. „Vorið var kalt og þurrt. Þannig að það hefur fyllst hægar en við reiknuðum með og gerist í meðalári. Hins vegar Hágöngulón er að fyllast. Það eru tveir metrar í að það fari að flæða úr Hágöngulóni í Þórisvatn. Svo þetta horfir allt til betri vegar.“ Manngert útfall Þórisvatns við Vatnsfell. Þaðan er vatninu miðlað til virkjana Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Arnar Halldórsson Ragnhildur segir önnur helstu lón Landsvirkjunar, Hálslón og Blöndulón, standa mun betur en vatnshæð þeirra er núna nálægt meðaltali. Úr Þórisvatni er hins vegar miðlað til sjö virkjana sem samtals standa undir um helmingi af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar og upp undir þrjátíu milljarða króna árlegum sölutekjum raforku. En er ástæða til að óttast vandræði eins og raforkuskort í vetur? „Við höfum enga trú á því að við lendum í neinum vandræðum. Við reiknum með að öll lón fyllist vel. Og þetta muni ekki hafa nein áhrif á raforkuvinnsluna hjá okkur,“ svarar upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Veður Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Ásahreppur Tengdar fréttir Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23 Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Vill orku Hvammsvirkjunar til að mæta markmiðum um orkuskipti Landsvirkjun hefur sótt um virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Virkjunin er í nýtingarflokki rammaáætlunar og vonast forstjórinn til að þokkaleg sátt geti náðst um hana. 29. júní 2021 23:23
Rennslið minnkar meira um Þjófafoss og Tröllkonuhlaup Rennsli um tvo af kunnustu fossum Þjórsár, Þjófafoss og Tröllkonuhlaup, skerðist enn meira frá því sem nú er eftir að Búrfellsstöð 2 verður gangsett síðar í vikunni. 25. júní 2018 21:45