Veðurviðvaranir um nær allt land Veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna slæms veðurs í öllum landshlutum nema á höfuðborgarsvæðinu. Víða verður ekkert ferðaveður. Innlent 15. mars 2020 23:49
Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum fram á þriðjudagskvöld Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun vegna norðaustan stórhríðar á Vestfjörðum sem á að hefjast í nótt og standa fram á morgundaginn. Ekkert ferðaveður verður þar frá því í nótt og fram á þriðjudag Innlent 15. mars 2020 09:29
Frost gæti náð tuttugu gráðum í innsveitum Vetrarfærð er á vegum í öllum landshlutum. Spáð er kólnandi veðri á landinu í dag. Innlent 14. mars 2020 09:01
Gular viðvaranir á Austur- og Suðausturlandi Veðurstofan spáir suðaustan strekkingi eða allhvössum vindi og snjókomu austantil á landinu, en annars hægari og úrkomulítið víðast hvar. Innlent 13. mars 2020 07:09
Síðdegis mun vetur konungur minna á sig enn einu sinni Veðurstofan spáir norðaustan kalda eða stinningskalda víðast hvar á landinu í dag. Innlent 12. mars 2020 07:32
Snjókoma norðan og austanlands og gular hríðarviðvaranir í gildi Veðurstofan spáir norðaustan 13 til 23 metrum í sekúndu í dag þar sem hvassast verður norðvestantil og undir Vatnajökli eftir hádegi. Innlent 11. mars 2020 07:20
Hvassviðri í dag og á morgun Veðurstofan spáir allhvassri eða hvassri norðaustanátt á landinu í dag. Úrkomulítið verður á Suður- og Vesturlandi, en annars snjókoma með köflum. Innlent 10. mars 2020 07:36
Útlit fyrir austan strekking á landinu en hvassviðri sunnantil Með suðurströndinni er þó spáð hvassviðri með fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Innlent 9. mars 2020 06:44
Landsmenn fá ýmist él eða léttskýjað og sólríkt veður Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en dregur úr vindi eftir hádegi. Má búast við dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert, en léttskýjað og sólríkt sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig í dag en herðir á frosti í kvöld. Innlent 8. mars 2020 07:24
Gular viðvaranir í gildi víða í dag Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi í dag á Suðurlandi, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Má sums staðar reikna með allt að 25 metrum á sekúndu og geta akstursskilyrði víða verið erfið. Innlent 7. mars 2020 07:13
Hvassviðri á morgun og gular viðvaranir Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, með golu eða kalda þar sem víða verður léttskýjað. Innlent 6. mars 2020 07:16
Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínu RARIK varar við hættu vegna snjósöfnunar undir háspennulínu á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar á Skaga en mikill snjór er nú á Þverárfjalli. Innlent 5. mars 2020 20:02
Ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir á laugardag Foráttuveður er í kortunum fyrir laugardag en Veðurstofa Íslands mun virkja gula veðurviðvörun fyrir landið í heild sinni en appelsínugular fyrir Suðurland og Suðausturland þar sem veðrið verður verst. Innlent 5. mars 2020 17:13
Hæg suðlæg átt á landinu Veðurstofan spáir hægri, suðlægri átt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, með éljagangi sunnantil en léttskýjuðu veðri um landið norðanvert. Innlent 4. mars 2020 06:58
Gríðarleg hálka á Suðurnesjum Lögreglan á Suðurnesjum varar ökumenn í umdæminu við gríðarlegri hálku. Innlent 3. mars 2020 21:54
Gul viðvörun fyrir Austurland Gul viðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi og á Austfjörðum og varir ástandið fram til klukkan tvö í dag. Innlent 3. mars 2020 07:01
Hvasst á landinu í dag Áfram verður hvasst á landinu í dag og má búast við vindi 10-20 m/s. Innlent 2. mars 2020 07:28
Árekstrar á Reykjanesbrautinni Tveir voru fluttir minniháttar slasaðir á slysadeild eftir árekstur jeppa og bíls á Reykjanesbrautinni nærri Mjóddinni síðdegis í dag. Innlent 29. febrúar 2020 17:22
Ferðalangar fylgist vel með veðurspám Gera má ráð fyrir hvassviðri eða stormi og skafrenningi syðst og suðaustanlands í kvöld og nótt, og víðar um landið á morgun. Innlent 29. febrúar 2020 09:49
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austurlandi Innlent 28. febrúar 2020 19:08
Ferja bílstjóra að yfirgefnum bílum á Sólheimasandi eftir nótt í fjöldahjálparstöð Um hundrað manns gistu fjöldahjálparstöð að Heimalandi undir Eyjafjöllum í nótt. Innlent 28. febrúar 2020 08:58
Komu ökumönnum til bjargar í alla nótt Þá var einnig nóg að gera hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28. febrúar 2020 07:12
Austanstormur áfram í kortunum Víða má búast við austanhvassviðri eða -stormi framan af degi en lægir smám saman sunnanlands. Innlent 28. febrúar 2020 06:30
Nóg að gera hjá björgunarsveitum Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í dag og í kvöld vegna veðurs og ófærðar víða um sunnanvert landið. Innlent 27. febrúar 2020 21:41
Appelsínugul veðurviðvörun á Suðurlandi Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur gildi klukkan 18 í kvöld og gildir til miðnættis. Innlent 27. febrúar 2020 15:13
Biðu í tvo tíma eftir afísingu Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgunsárið er ekki það eina sem gengið hefur hægt í morgun. Nokkrar tafir hafa verið á brottförum frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar snjóaði töluvert í nótt og hafa farþegar þurft að bíða eftir því að flugvélarnar séu afísaðar. Innlent 27. febrúar 2020 10:12
Umferð afar hæg í snjónum á höfuðborgarsvæðinu í morgun Umferð hefur gengið afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun en engin óhöpp hafa þó orðið. Innlent 27. febrúar 2020 09:11
„Rysjótt veður“ næstu sólarhringa og gular viðvaranir Veðurstofan spáir rysjóttu veðri næstu tvo sólarhringa, með allhvassri eða hvassri austanátt, stormi eða roki syðst í dag og á Suðausturlandi á morgun. Innlent 27. febrúar 2020 06:39