Veður

Rigning eða slydda með köflum sunnan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hvít jörð er nú á höfuðborgarsvæðinu.
Hvít jörð er nú á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir austlæga átt á landinu í dag og vindhraði víðast hvar innan við tíu metrar á sekúndu. Rigning eða slydda með köflum á sunnanverðu landinu og snjókoma í uppsveitum.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu núll til fimm stig. Þurrt og kalt norðantil framan af degi, en fer að snjóa þar eftir hádegi með minnkandi frosti.

„Suðvestan 5-10 á morgun og skúrir eða él, en þurrt austanlands. Ákveðnari vindur á Vestfjörðum, norðaustan strekkingur þar með éljagangi. Hiti kringum frostmark, en hiti að 5 stigum við suður- og vesturströndina.

Á laugardag er síðan útlit fyrir ákveðna norðanátt á landinu. Léttskýjað og fallegt veður sunnan- og vestanlands, en él á Norður- og Austurlandi. Frost um allt land.“

Spákortið fyrir klukkan 15 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða él, en þurrt austanlands. Norðaustan strekkingur á Vestfjörðum með éljagangi. Hiti kringum frostmark, en hiti að 5 stigum við suður- og vesturströndina.

Á laugardag: Norðan 8-15, en hægari um kvöldið. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en él á Norður- og Austurlandi. Frost 0 til 5 stig.

Á sunnudag: Gengur í suðvestan 10-18, hvassast norðvestanlands. Rigning eða slydda með köflum, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 2 til 7 stig.

Á mánudag: Vestan- og norðvestanátt og víða slydda eða snjókoma með köflum. Kólnandi veður. Lítilsháttar él um kvöldið og frost um allt land.

Á þriðjudag: Stíf norðanátt með dálitlum éljum á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Frost 2 til 8 stig.

Á miðvikudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart veður, en stöku él með vestur- og norðurströndinni. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×