Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2021 14:15 Svona var útsýnið seinni partinn í gær af tröppunum á Hótel Djúpavík. Eva Sigurbjörnsdóttir Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“ Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Hálka og hálkublettir. Þetta hafa verið skilaboðin á vef Vegagerðarinnar undanfarna daga en auk þess blasti við hin árlega óumflýjanlega tilkynning. Ófært er í Árneshrepp. Skilaboðin voru með fyrra fallinu þetta árið en oftar en ekki verður ófært á Strandir þegar nær dregur desember. „Við erum bara glöð og kát,“ sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps og hótelstýra í Djúpavík í gær. Skilaboðin eru svipuð á vef Vegagerðarinnar í dag en þó með einni lykilbreytingu. „Unnið er að mokstri.“ Eva útskýrir í samtali við Vísi að vegurinn inn í Árneshrepp sé mokaður á hverjum þriðjudegi af vöskum mönnum á Hólmavík. Fram yfir áramót. Eva er hótelstýra á Hótel Djúpavík. Kristján Már Unnarsson tók hús á henni árið 2019. Eva segir að fram að fjármálahruninu 2008 hafi íbúar í Árneshreppi fengið mokstur tvisvar í viku, vor og haust háð snjóalögum. Það hafi svo breyst en miðað sé við svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Niðurskurður í kjölfar fjármálahrunsins hafi leitt til þess að breyta átti mokstri og skera verulega niður. Loks hafi hreppurinn fengið í gegn einn mokstur í viku fram til 5. janúar. „Við vorum búin að biðja um það lengi,“ segir Eva. Fólk vilji komast heim í hreppinn sinn yfir hátíðarnar en svo þurft að yfirgefa svæðið jafnvel á gamlársdag því ekki væri von á neinum frekari mokstri. „Þannig að þeir fóru að moka einu sinni eftir áramót. Þannig standa málin nú!“ Eva segir hreppinn áfram berjast fyrir því að fá mokstur tvisvar í viku yfir allan veturinn, svo framarlega sem það sé gerlegt. „En það er ekki komið neitt vilyrði fyrir því. Þeir á Hólmavík hafa ekkert heyrt um að það eigi að bæta í.“
Árneshreppur Samgöngur Veður Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira