Súldin í stutt sumarfrí Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. Veður 14. júlí 2024 18:24
„Það er allt búið að vera á floti hérna“ Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Innlent 14. júlí 2024 17:50
„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Innlent 14. júlí 2024 13:07
Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Innlent 13. júlí 2024 11:38
Líkur á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi vegna mikillar rigningar. Það verður til þess að aðstæður fyrir ferðamenn og útivistarfólk eru varasamar. Veður 13. júlí 2024 08:40
Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. Veður 13. júlí 2024 06:31
Tvö hjólhýsi fokin af veginum á Norðurlandi vestra Ekkert hjólhýsaveður er á Norðurlandi vestra þessa dagana. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í dag og annað í gær. Lögreglan á svæðinu hefur beðið ökumenn með vagna í eftirdragi að leita í var. Innlent 12. júlí 2024 19:12
„Mjög mikil úrkoma“ veldur skriðuhættu Gert er ráð fyrir mjög mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi um helgina. Veðurstofan varar við vatnavöxtum og aukinni skriðuhættu á þessum svæðum. Veður 12. júlí 2024 13:23
Gular viðvaranir alla helgina Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Veður 12. júlí 2024 07:58
Gul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag. Veður 11. júlí 2024 17:59
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. Veður 11. júlí 2024 14:07
Hiti yfir 46 stigum fimm daga í röð Í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum hefur hiti mælst hærri en 46 stig fimm daga í röð. Er þetta metfjöldi samfelldra daga þar sem hiti mælist svo hár í borginni. Erlent 10. júlí 2024 23:15
Holtavörðuheiði opin á ný Opnað hefur verið fyrir umferð um Holtavörðuheiði á ný en heiðinni var lokað á fimmta tímanum í dag eftir alvarlegt umferðarslys. Innlent 10. júlí 2024 20:34
Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Innlent 10. júlí 2024 13:30
Allir austur, allir austur! Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur upp herhóp á Bliku og hvetur alla til að drifa sig austur eða á Norðurlandið. Ástæðan: Langþráð blíða. Innlent 10. júlí 2024 08:36
„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Innlent 9. júlí 2024 12:57
Hlýjast á Norðausturlandi í dag Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi. Veður 9. júlí 2024 07:31
Nokkur umskipti frá helgarveðrinu Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra. Veður 8. júlí 2024 08:57
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. Veður 7. júlí 2024 08:31
N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. Innlent 6. júlí 2024 22:45
Meðalhiti lægri í júní en í maí í fyrsta sinn Meðalhiti í Bretlandi og Danmörku var lægri í júní heldur en var í maí. Þetta er í fyrsta sinn sem júní er kaldari en maí síðan að mælingar hófust í Danmörku fyrir rúmlega 150 árum samkvæmt fréttastofu DR. Veður 6. júlí 2024 09:26
Viðrar vel til hátíða víðs vegar um helgina Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum. Veður 5. júlí 2024 15:40
Hitastig í júní undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Júnímánuður var nokkur kaldur á landinu öllu. Hiti var undir meðallagi á öllum veðurstöðvum Veðurstofunnar. Mánuðurinn var óvenjulega úrkomusamur á Norðausturlandi auk þess sem það snjóaði óvenjulega mikið miðað við árstíma. Veður 5. júlí 2024 11:46
Besta veðrið áfram á Suðvesturlandi Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum. Veður 5. júlí 2024 07:24
Bjart með köflum og hiti allt að sextán stigum Búast má við norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, í dag, hvassast norðvestantil. Hægara veðri og björtu með köflum suðvestanlands, þar sem hiti gæti náð sextán stigum. Veður 4. júlí 2024 08:50
Skýjað út vikuna Veðurspá gerir ráð fyrir að vindur halli sér smám saman í norðaustanátt sem muni endast út vikuna. Skýjað verði í flestum landshlutum næstu vikuna, þótt vissulega sjáist til sólar inn á milli. Veður 3. júlí 2024 07:26
Einn látinn og þúsundir án vatns og rafmagns Fellibylurinn Beryl sem fer nú yfir Karíbahafið hefur verið færður um flokk og settur í fimmta flokk og getur vindhraði því verið meiri en 157 mílur á klukkustund eða 70 metrar á sekúndu eða meira. Fellibylurinn er nú á leið yfir Jamaíka. Erlent 2. júlí 2024 08:59
Blautt en hiti gæti náð nítján stigum Hægur vindur verður í dag og fremur blautt víðast hvar á landinu. Þó verður bjartviðri norðaustantil og hiti gæti farið í nítján stig þar. Annars staðar verður hiti á bilinu níu til þrettán stig. Veður 2. júlí 2024 08:05
Von á átján stiga hita á Hallormsstað Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Innlent 1. júlí 2024 06:42
Hiti víða yfir tuttugu stigum á Austurlandi Útlit er fyrir að hiti fari víða yfir tuttugu stig á austurlandi í dag en lægð á Grænlandssundi veldur suðaustan strekkingi og rigningu seinni partinn. Veður 30. júní 2024 08:18