Innlent

Sturlað á­stand og United vettlingar prjónaðir í bílnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líkt og í gær eru langar raðir við dekkjaverkstæði eftir því að komast í skipti. Ætla má að flestir bílarnir í röðinni hér séu á sumardekkjum.
Líkt og í gær eru langar raðir við dekkjaverkstæði eftir því að komast í skipti. Ætla má að flestir bílarnir í röðinni hér séu á sumardekkjum.

Bítið á Bylgjunni opnaði fyrir símann á tíunda tímanum í morgun. Dæmi voru um fólk sem hafði beðið í röð í á þriðju klukkustund í snjónum.

Guðbjörg sagði svo frá því að hún væri að keyra frá Völlunum úr Hafnarfirði. Hún lagði af stað 7.20 en var um klukkan 9.30 við Aktu Taktu í Garðabæ.

„Ég held ég hafi keyrt hraðast á fimmtán kílómetra hraða.“

Guðbjörg sagðist ekki sjá upp á Arnarneshæð og það væri „bíll við bíl“ alla leiðina.

Hún sagði bílana ekki fasta, bara aka afar hægt.

„Þetta er alveg sturlað,“ sagði hún.

Einnig var rætt við Petreu sem var í tvo tíma í röð í Skipholti eftir að komast að á dekkjaverkstæði. Hún sagðist vera næstum búin að prjóna heilan vettling.

„Þetta eru munstraðir vettlingar fyrir Manchester United aðdáanda.“

Hægt er að hlusta að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×