Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2025 10:16 Þessir husky-hundar njóta þess að hlaupa um í snjónum. Anna Rakel Pétursdóttir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir aðstæður teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum en áætlað hafi verið. Hann segir snjódýpt líka óvenjulega í Reykjavík svo snemma vetrar og líklega um met að ræða. „Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins. Veður Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
„Nýjasta spákort UWC frá Veðurstofunni og gildir kl. 16 gefur til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni. Verst er að þetta verður mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar. Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar,“ segir hann í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir spárit Keflavíkurflugvallar gera þá ráð fyrir yfir 50 mm úrkomu frá 12 til miðnættis. Þá segir hann annað spákort sýna uppsöfnun úrkomu frá kl. 09 til 24. Gefur til kynna 50-75 mm úrkomu. „Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú. Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!! Veðurmetafræðingar okkar munu rýna betur í sínar bækur í dag.“ Í færslu á vef Veðurstofunnar kemur fram að snjódýptarmetið hafi verið frá 1921 þegar 15 sentímetrar mældust þann 22. október það ár. Næstmest mældist 13 sentímetrar þann 8. október 2013. Að jafnaði er hins vegar lítill sem enginn snjór í Reykjavík í október og samkvæmt viðmiðunartímabilinu 1991–2020 eru að meðaltali engir alhvítir dagar í mánuðinum. Til samanburðar má nefna að mesta snjódýpt sem mælst hefur í Reykjavík yfir árið allt var: 55 cm þann 18. janúar 1937 51 cm þann 26. febrúar 2017, þegar borgarbúar vöknuðu við óvenjulegan sunnudagsmorgun með jafnfallinn snjó eftir nótt af mikilli ofankomu. Á Keflavíkurflugvelli mældist snjódýptin í morgun 18 sentímetrar, en þar hefur mest mælst 25 sentímetrar í október, þann 29. október 2005. Snjódýptarmælingar eru framkvæmdar daglega kl. 9 að morgni, bæði í Reykjavík og á öðrum mælistöðvum landsins.
Veður Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira