Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. Jól 12. desember 2022 07:00
Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 11. desember 2022 09:00
Móðir Cher er látin Georgia Holt, móðir söngkonunnar Cher, er látin, 96 ára að aldri. Mæðgurnar voru mjög nánar en árið 2014 gerði Cher heimildarmynd um móður sína. Lífið 11. desember 2022 08:46
Jóladagatal Vísis: Hlýtt í hjartað eftir flutning Ragga Bjarna og Eyþórs Inga Kæru lesendur. 11 desember er runninn upp og hér erum við mætt með lag dagsins sem gefur hlýtt í hjartað. Hér má sjá einstakan flutning vinanna Ragga Bjarna og Eyþórs Inga á laginu Froðan eftir Geira Sæm og Þorvald Davíð. Jól 11. desember 2022 07:01
Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. Lífið 10. desember 2022 21:00
Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 10. desember 2022 16:15
P!nk með vinsælasta lagið Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn. Tónlist 10. desember 2022 16:01
Sonur Tinu Turner er látinn Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. Erlent 10. desember 2022 08:33
Jóladagatal Vísis: Stjórnin í fantastuði Runninn er upp 10.desember. Það er laugardagur og hvorki meira né minna en tvær vikur í jólin. Við erum að komast í rétta gírinn og viljum fá þig með. Jól 10. desember 2022 07:01
Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Idol dómararnir Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal hafa gefið út nýtt jólalag saman. Lagið kallast Cashmere Draumur. Jól 9. desember 2022 15:30
Jet Black í Stranglers er látinn Enski trommarinn Jet Black, sem var upprunalegur trommari sveitarinnar Stanglers, er látinn, 84 ára að aldri. Tónlist 9. desember 2022 09:52
Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Í febrúar á þessu ári gáfu Reykjavíkurdætur út sína eigin útgáfu af einu ástsælasta lagi þjóðarinnar, All Out of Luck, sem Selma Björnsdóttir gerði ódauðlegt í Eurovision keppninni árið 1999. Jól 9. desember 2022 07:00
BÓ lofar alvöru jólastemningu á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í kvöld Lokatónleikar tónleikaraðarinnar Bylgjan órafmögnuð eru með Björgvini Halldórssyni. Með honum á þessum einstöku jólatónleikum verða börnin hans Svala og Krummi ásamt Margréti Eir og fleira tónlistarfólki. Tónlist 8. desember 2022 20:06
Bylgjan órafmögnuð: Björgvin Halldórs, Svala og Krummi Klukkan 20 í kvöld voru sýndir tónleikar með Björgvini Halldórssyni úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. BÓ gaf allt í þessa einstöku jólatónleika eins og honum einum er lagið. Tónlist 8. desember 2022 18:00
Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar. Fótbolti 8. desember 2022 16:31
Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. Lífið 8. desember 2022 13:17
Táraðist yfir jólagjöfinni frá eiginmanninum Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 8. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Valdimar ekki í neinum vandræðum með eitt vinsælasta jólalag þjóðarinnar Valdimar er auðvitað fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn allra besti söngvari þjóðarinnar. Hér bregður hann sér í hlutverk bæði Björgvins Halldórssonar og Svölu þar sem hann tekur lagið Fyrir jól - sem auðvitað er löngu orðið ódauðlegt. Jól 8. desember 2022 07:01
Björk um ömmuhlutverkið: „Alveg jafn ótrúlegt og að eignast sín eigin börn“ Söngkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali hjá breska miðlinum The Times nú á dögunum og ræddi þar um tónlistarferilinn, móðurhlutverkið og ömmuhlutverkið. Lífið 7. desember 2022 23:55
Elskar að henda sér út í djúpu laugina „Allt frá því ég var krakki hef ég haft áhuga á tölvum og listsköpun,“ segir listamaðurinn og tölvunarfræðingurinn Halldór Eldjárn sem opnar sýninguna „flora inorganica“ á morgun þar sem tækni, plöntur og myndlist blandast saman. Sýningin fer fram í STAK að Hverfisgötu 32 og hefur verið opin gestum alla vikuna þar sem hægt er að fylgjast með verkum í vinnslu og uppsetningu sýningarinnar. Menning 7. desember 2022 13:02
Jóladagatal Vísis: Einstök textasmíð Emmsjé Gauta Við ætlum halda gleðinni áfram í jóladagatali Vísis. Nú er komið að klassík frá einum helsta rappara þjóðarinnar, okkar eina sanna Emmsjé Gauta sem hér er á ferðinni með einn af sínum þekktustu slögurum, Þetta má. Jól 7. desember 2022 07:01
„Það verður gaman að búa til okkar hefðir saman“ Hún byrjaði að skreyta í október, vekur börnin sín upp með jólalögum og veit fátt dásamlegra en jólahátíðina. Söngkonan og jólakúlan Selma Björns talar um hefðirnar, ástina og allt jólaskrautið, sem hún líkir við gamla góða vini. Jól 6. desember 2022 20:00
Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022 Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“. Tónlist 6. desember 2022 13:31
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 6. desember 2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Klassísk íslensk rómantík undir ljúfum tónum Nylon stúlkna Í stressinu og hraðanum í desember er nauðsynlegt að gefa sér tíma inn á milli til að setjast niður, kveikja á kertum, láta ljúfa tóna á fóninn og slaka á. Lag dagsins í dag, 6. desember er einmitt hugsað fyrir slíka stemningu. Jól 6. desember 2022 07:00
Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól. Jól 5. desember 2022 13:32
Jóladagatal Vísis: Tískumyndband varð að tónlistarmyndbandi með vinsælustu hljómsveit landsins 5. desember er runninn upp og við fögnum því með fersku lagi úr Jóladagatali Vísis. Lag dagsins er sannarlega ekki af verri endanum. Að okkar mati er um að ræða fullkomið mánudagslag til að koma okkur í rétta gírinn og hrista af okkur mögulegt slen eftir helgina. Jól 5. desember 2022 07:01
Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Lífið 4. desember 2022 13:36
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 4. desember 2022 09:01
Jóladagatal Vísis: Vetrarnótt í einstökum flutningi Friðriks Ómars sem eldist ekki Við höldum ótrauð áfram með jóladagatal Vísis. Það er komið að fyrsta, og líklega einu af fáum jólalögum í þessari seríu. Hér er okkar ástkæri Friðrik Ómar mættur í allri sinni dýrð með hið fallega lag, Vetrarnótt. Jól 4. desember 2022 07:00