Ver jólunum í faðmi kærastans Boði Logason skrifar 21. desember 2023 14:28 Páll Óskar er ástfanginn upp fyrir haus og ætlar að verja jólunum í faðmi kærastans. Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins. Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins.
Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira