Á tónleikunum munu flytjendurnir sex flytja eitt jólalag ásamt því að spjalla um allt sem viðkemur jólunum og jólahefðum við Völu Eiríks útvarpskonu.
Í samtali við Vísi í gær sagði Vala Eiríks að Bylgjan órafmögnuð hafi heppnast frábærlega í ár. „Það kom mér einnig skemmtilega á óvart í jólaþættinum hvað hann inniheldur fjölbreytt lagaval. Mér fannst val þeirra á jólalögum ekki vera fyrirsjáanleg sem gerði þáttinn bara enn skemmtilegri.“
Þeir listamenn sem koma fram eru: Friðrik Dór, Ragga Gísla, Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Jónas Sig og Una Torfa.
Horfa má á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan eða á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í myndlykli.
Tónleikarnir hefjast á slaginu 20:00.
Hægt er að horfa á alla tónleikana í tónleikaröðinni hér fyrir neðan:
14. desember: Jólaþáttur með öllum söngvurunum