Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Sérfræðingur stórfyrirtækja hafnar líkindum við Söknuð

Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir í 110 síðna greinargerð að engin marktæk líkindi séu með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. Bæði lögin eigi fyrirmyndir í eldri lögum.

Innlent
Fréttamynd

Ari Ólafsson gefur út lagið Too Good

Söngvarinn Ari Ólafsson, sem tók þátt í Eurovision 2018 fyrir Íslands hönd í Portúgal frumflutti í morgun nýtt lag sitt sem ber heitið Too Good í útvarpsþættinum Tala saman á Útvarpi 101.

Lífið
Fréttamynd

Báðir kunna þeir að rappa?…

Söngfuglarnir og skemmtikraftarnir Laddi og Króli hittust í fyrsta sinn fyrir stuttu í viðtali við helgarblaðið. Senn þenja þeir raddbönd sín á sviðinu í Háskólabíói en þeir fara báðir með hlutverk í söngleiknum We will rock you.

Menning
Fréttamynd

Stál og hnífur komst næstum ekki með

Bubbi Morthens og Sigurður Árnason upptökumaður rifja upp upptökuferli plötunnar Ísbjarnarblús í nýjum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Bubbi segir Sigurð lykilþátt í velgengni plötunnar.

Lífið
Fréttamynd

Persónuleg lög í poppbúning

Í dag kemur út EP-platan Intuition með tónlistarkonunni Hildi Kristínu Stefánsdóttur, eða bara Hildur eins og hún er oftast nefnd. Á plötunni eru fimm lög sem hafa komið út jafnt og þétt síðustu misseri, en í dag fylgir þeim svo síðasta lagið, Work.

Lífið