Ævisaga á leiðinni um Herra Hnetusmjör: „Ég er besti rappari á Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2020 10:30 Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hann var á góðri leið með að lenda á vondum stað en sneri við blaðinu áður en það varð of seint og segir að trúin og nýja barnið haldi honum á mottunni. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Hr. Hnetusmjöri sem heitir reyndar Árni Páll Árnason og er að eigin sögn besti rappari landsins. „Ég var alltaf bekkjartrúðurinn og kannski smá vesen á mér en ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Herra Hnetusmjör sem langaði að verða fréttamaður þegar hann var yngri. „Þegar ég gef út fyrsta lagið mitt er ég sautján ára gamall og er bara í menntaskóla að djamma. Markhópurinn sem greip lagið voru bara sautján ára krakkar í menntaskóla að djamma,“ segir rapparinn og á hann þar við lagið Elías. Átrúnaðargoð hans eru Snoop Dogg, Akon, Eminem, 50 Cent og Rick Ross. Hann hefur gríðarlega trú á sjálfum sér. Eitrað umhverfi „Mér finnst ég vera besti rappari á Íslandi en ég held að hinum röppurunum á Íslandi finnist þeir vera bestir á Íslandi. Þetta er frekar eitrað umhverfi, rappheimurinn og þú verður bara að vera bestur.“ Hann var aðeins fimmtán ára þegar hann byrjaði að fikta við vímuefni. „Ég var heima hjá félaga mínum að prófa kannabis. Svo var það í menntaskóla þegar ég byrjaði að fikta með áfengi og síðan var þetta bara verra og verra og ég var mjög fljótur að klára mig.“ Hann segir sögu af því að þegar hann var nýorðinn átján ára braust hann inn í húsnæði í Hveragerði. Árni og fjölskyldan. „Ég var þarna á djamminu og labbaði inn í vitlaust hús eða í raun braut upp hurðina. Ég var ekki í rosalega góðu ástandi og það hafði einhverja eftir mála og það fór einhver status í gang á Facebook þar sem það var einhver var að deila frásögn að það hefði einhver maður brotist inn til sín,“ segir Árni en hann hafði samt sem áður samband við konuna sem hann braust inn til og baðst afsökunar og vildi fá að borga skaðann sem hann hafði valdið. Um ári síðar fór hann í meðferð og hefur verið edrú síðan. Fjögur ár edrú „Edrúdagurinn minn er 21. nóvember 2016,“ segir rapparinn sem kynntist í framhaldinu kærustunni sinni og í dag eiga þau saman sjö mánaða son. „Ég er búinn að búa til rétt undir hundrað lög og búinn að gefa út mikið af tónlist. Ég er að halda tónleika 3. október í Háskólabíó, sitjandi gigg með hljómsveit og ég er mjög spenntur fyrir því. En það sem enginn veit er að ég er að vinna í ævisögu og hún kemur út núna fyrir jól. Bjartur og veröld gefur hana út og Sóli Hólm er að skrifa hana. Þar fær lesandinn að heyra allt og ég dreg mig ekki jafn mikið til hlés í bókinni.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira