Lífið

Baggalútur gefur út nýtt lag og myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Von á plötu frá Baggalút.
Von á plötu frá Baggalút.

Er eg að verða vitlaus, eða hvað? er fyrsta lagið á væntanlegri plötu Baggalúts þar sem flutt eru ný lög við vísur og kvæði vestur–íslenska skáldsins Káins (1860–1936).

Lagið kemur út á streymisveitum á morgun, 22. september. Samhliða útgáfu lagsins kemur út myndband sem frumsýnt var í dag á YouTube.

Það var Bragi Valdimar Skúlason sem samdi lagið. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Guðmundar Kristins Jónssonar.

Texti:

Mig langar ekki' í bitter eða bjór

né brennivín — þótt slíkt eg gæti fengið

eg er orðinn eins og þvengur mjór

og af mér tálgað bæði spik og rengið.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?

Eg vildi' að einhver gæti sagt mér það.

Eg lærði sögu' um lyginn mann

með lipurt fótatakið.

Í kringum tréð svo hart hann rann,

að hann sá á sér bakið.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?

Eg vildi' að einhver gæti sagt mér það.

Ef eg fer, þá fer eg ber,

ferðast eins og Ghandi.

Eg er þekktur, heima og hér,

sem holdi klæddur andi.

Er eg að verða vitlaus — eða hvað?

Eg vildi' að einhver gæti sagt mér það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×