Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:30 Bláa merkið auðkennir Instagram-síðu Bubba Morthens. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira