Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Fékk nóg af sálarlausri fjöldaframleiðslu og sneri sér að sjálfbærri hönnun

Danska lífsstílsfyrirtækið Lübech Living hannar umhverfisvænar vörur fyrir heimilið sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt, meðal annars af handverksfólki í Taívan, Víetnam og Sri lanka. Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtækið árið 2009 en Søren hafði þá unnið í innanhússhönnunarbransanum í mörg ár og var orðinn hundleiður á að versla með „sálarlaus” vörumerki.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Nýtt hjá Boozt - Occasion Shop

Boozt kom inn á íslenskan markað með hvelli síðasta sumar og heillaði íslenska viðskiptavini upp úr skónum með stuttum afhendingartíma, frábæru vöruúrvali og hagstæðu verði. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Skreytum hús: DIY panelveggur í barnaherbergi

Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi Skreytum hús er nýjasti pistlahöfundur Lífsins á Vísi. Soffía Dögg hefur í mörg ár haldið uppi Skreytum hús bloggsíðunni og samnefndum Facebook-hópi og er hún einnig þáttastjórnandi Skreytum hús þáttanna hér á Lífinu á Vísi.

Lífið
Fréttamynd

Simmi Vill kátur í Höllinni

Það mættu fjölmargir í útgáfuhóf veftímaritsins Höllin mín í Húsgagnahöllinni á dögunum en þar mátti meðal annars sjá Berglindi Hreiðars sem hafði útbúið fallegar og gómsætar kræsingar fyrir gesti og gangandi.

Lífið
Fréttamynd

N1 og Dropp afhenda vörur frá Boozt

N1 hefur hafið afhendingar á vörum frá sænsku netversluninni Boozt í samstarfi við Dropp og geta viðskiptavinir Boozt nú nálgast sendingar á öllum þjónustustöðvum N1 um land allt. Við pöntun geta viðskiptavinir valið úr afhendingarstöðum Dropp þegar pantað er í netverslun Boozt og að sama skapi býðst viðskiptavinum að skila vörum frá Boozt á allar þjónustustöðvar N1.

Samstarf
Fréttamynd

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Lífið
Fréttamynd

Tímalaus fegurð dönsku kertanna frá Ester & Erik

„Við kveikjum á kertum á gleði- og sorgarstundum og þegar við viljum skapa ákveðna stemmningu. Kertaljós tengist tilfinningum og því er kertaframleiðsla svo persónuleg. Það er eitthvað einstakt við þennan bransa,“ segir Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjögur algeng förðunarmistök

Ingunn Sig og Heiður Ósk í HI Beuty tóku saman fjögur algeng förðunarmistök sem þær sjá reglulega. Þær hafa báðar unnið í mörg ár í förðunarbransanum hér á landi og eru einnig eigendur Reykjavík Makeup School. Þættirnir þeirra Snyrtiborðið, eru sýndir á Vísi alla miðvikudaga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Býr til útópíska heima

María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni.

Menning
Fréttamynd

„Maður þarf að vera með bein í nefinu og þetta er langt frá því að vera auðvelt“

Fyrirsætan Hlín Björnsdóttir er búsett í París og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún er á skrá hjá skrifstofunum Elite Worldwide og Eskimo Models en síðasta verkefni Hlínar var að ganga tískupallana fyrir hátísku hönnuðinn Andreas Kronthaler hjá Vivienne Westwood. Var hún þar í félagsskap ofurfyrirsætna á borð við systurnar Bella og Gigi Hadid. Blaðamaður tók púlsinn á Hlín og fékk að heyra frá fyrirsætu lífinu í París.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Iris Apfel í litríku samstarfi við H&M

Tískugyðjan og hönnuðurinn Iris Apfel er nýjasti samstarfsfélagi H&M og verður línan litrík og skrautleg eins og hún sjálf. Á síðasta ári fagnaði hún 100 ára afmælinu sínu og hélt veislu með tískurisanum.

Lífið
Fréttamynd

Heiðraði óttaleysi og mótstöðu Úkraínu á sýningu Balenciaga

„Stríðið í Úkraínu hefur vakið upp gamlan sársauka frá fyrri áföllum sem ég hef gengið um með mér síðan 1993 þegar hið sama gerðist í heimalandi mínu og ég gerðist hinn eilífi hælisleitandi. Hinn eilífi, vegna þess að þetta býr inni í þér,“ skrifaði yfirhönnuður Balenciaga á hvert einasta sæti gesta á haust og vetrar sýningu tískurisans í París á dögunum.

Tíska og hönnun