Sýningin er hluti af útskriftarhátíð Listaháskólans en í dag kynna nemendur útskriftarverkefni sín eftir þriggja ára nám við skólann. Lokaverkefni nemenda í fatahönnun eru einstaklingsverkefni sem samanstendur af frjálsri rannsókn, hönnun og útfærslu á fatalínu undir handleiðslu leiðbeinenda. Níu nemendur útskrifast af námsbrautinni að þessu sinni. Nemendurnir eru:
- Guðmundur Ragnarsson
- Magga Magnúsdóttir
- Honey Grace Zanoria
- Karítas Spano
- Sverrir Anton Arason
- Sylvia Karen
- Thelma Rut Gunnarsdóttir
- Victoria Rachel
- Viktor Már Pétursson
Sýningarstjóri er Anna Clausen en leiðbeinendur verkefnanna voru Aníta Hirlekar, Anna Clausen, Arnar Már Jónsson, Erna Einarsdóttir, Helga Lára Halldórsdóttir, Katrín María Káradóttir og Þórunn María Jónsdóttir.
Tískusýninguna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bjarni Einarsson, tökumaður okkar, heimsótti nemendurna ásamt leiðbeinendum þeirra á dögunum er verið var að máta verkefnin. Sjá má myndband frá þeirri heimsókn hér fyrir neðan.