Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Enginn nakinn á Óskarnum

Stærstu stjörnur leiklistarheimsins skinu skært á rauða dreglinum í gær þegar Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í 97. skipti í Los Angeles. Þær gáfu ekkert eftir í elegansinum og dregillinn minnti að vanda á hátísku hátíð.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein­föld ráð fyrir glæsi­legra heimili

Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt.

Lífið
Fréttamynd

Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta.

Lífið
Fréttamynd

Of­býður hvað Reykja­vík er ljót

Reykjavík er að verða að ljótri borg segir arkitekt. Hann kallar eftir aukinni fegurð við hönnun bygginga. Umhverfissálfræðingur segir fjárhagslegar forsendur vega of þungt við íbúðauppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gefið eftir í elegansinum

Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álf­heimum

Við Álfheima í Reykjavík er að finna heillandi og endurnýjaða 120 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1961 og teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Steinþór Kári arkitekt hjá Kurt og Pi sá um endurhönnun íbúðarinnar. Ásett verð er 104, 9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður að­gangur að þing­sal

Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum.

Lífið
Fréttamynd

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rokkaði tíu milljón króna háls­men

Áhrifavaldurinn, athafnakonan og fyrrum leikmaður Aftureldingar Brittany Mahomes var að sjálfsögðu mætt á Ofurskálina í fyrradag að styðja manninn sinn Patrick Mahomes sem leikur fyrir Kansas höfðingjana eða Kansas City Chiefs. Þrátt fyrir ósigur eiginmannsins skein Brittany skært í áhorfendastúkunni með demantshálsmen sem kostar rúmlega tíu milljónir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Ofurskálin fór fram í nótt þar sem Fíladelfíu ernirnir eða Philadelphia Eagles tryggðu sér sigur á móti Kansas borgar stjórunum eða Kansas City Chiefs. Margar af stjörnum heims létu sig ekki vanta og Kendrick Lamar tryllti lýðinn í hálfleiks atriðinu.

Lífið
Fréttamynd

Heggur ísskúlptúra í bíl­skúrnum

Fyrirtækið Reykjavík Ice sérhæfir sig í að búa til skúlptúra úr ís. Ottó Magnússon rekur fyrirtækið og býr til alla skúlptúrana sjálfur í bílskúrnum heima hjá sér. Fyrsta skref er að búa til blokkirnar sem hann gerir skúlptúrana síðan úr.

Innlent
Fréttamynd

Halla for­seti rokkar svart og hvítt

Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætti í stílhreinum fatnaði á þingsetninguna í dag. Hún valdi hvítan rúllukragabol við hvítan jakka sem er algjörlega í anda Höllu og má segja að hún hafi klætt sig í stíl við snjókomuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy

Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn

Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Kafla­skil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ó­smekk­legu plastblómin“ ekki frá for­setanum heldur RÚV

Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns.

Lífið
Fréttamynd

Inn­lit í fata­skáp Dóru Júlíu

Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans

Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins.

Lífið