Tíska og hönnun

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gleði og gaman á jóla-popup-opnun Suskin á laugardaginn.
Gleði og gaman á jóla-popup-opnun Suskin á laugardaginn.

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Fatahönnuðurnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir stofnuðu tískumerkið Suskin fyrr á þessu ári. Fyrsta afurð þeirra er leðurtaska hönnuð af þeim tveimur og unnin úr svokölluðu „deadstock“ leðri frá Toskana-héraði á Ítalíu. 

Þær opnuðu síðan jóla-popup í Grettisgötu 3 síðasta laugardag og verður það opið alveg fram að jólum. Auk leðurtaska, veskja og lyklakippa frá Suskin er einnig að finna hálsmen og litlar (ljótar) verur eftir Örnu Gná Gunnarsdóttu og skartgripi úr skartgripalínunni Karo Lina Pieces eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur sem stundar nám í skartgripahönnun í Róm. 

Fjöldi góðra gesta lét sjá sig á laugardaginn, fékk sér freyðivín og skoðaði vörurnar.

Thelma Gunnarsdóttir og Karítas Spanó,eigendur Suskin.Margrét Unnur

Guðmundur Magnússon og Jóhann Ingi Skúlason sem reka saman hlaupafatamerkið Vecct ásamt Sögu Guðnadóttur.Margrét Unnur

Leikkonan Unnur Birna Bacman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson sæt saman.Margrét Unnur

Jóhann Kristófer er alls staðar þessa dagana.

Hafsteinn Guðmundsson, Bryndís Grétarsdóttir, Arna Gná, Emilía Gunnarsdóttir og Kjartan Guðmundsson.Margrét Unnur

Dagný, Auja Mist og Patricia Dúa Thompson Landmark.Margrét Unnur

Brynhildur Þórðardóttir pæjuleg.Margrét Unnur

Leikarinn Sigurður Ingvarsson með Jaka litla, syni Karítasar Spanó og Ísaks Hinrikssonar.

Stílistinn Júlía Grönvaldt smart.Margrét Unnur

Elisa Björg, Marta Ákadóttir, Karo Novak og Kristján Thorlacius.Margrét Unnur

Karítas Ragnhildur og Ísak Hinriksson.Margrét Unnur

Myndlistarkonan Arna Gná með Drífu Harðardóttur og Jaka Ísakssyni.Margrét Unnur

Edda og Brynja Kúla.Margrét Unnur

Vaka Alfreðs, Júlía og Írena Sveins.Margrét Unnur

Hönnuðurinn Arna Gná.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.