
Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð
Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti.