Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 20:00 Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. visir Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44