Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kallar eftir skýrari áætlun lendi lið í sóttkví

    Darri Freyr Atlason, þjálfari karlaliðs KR í körfubolta, segir vissulega gleðiefni að keppni geti hafist að nýju í Dominos-deildunum í næstu viku. Fyrirvarinn sé hins vegar skammur og því verði KR ekki með fullskipað lið í fyrstu leikjunum eftir hléið langa.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda

    Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Kári kveður Hauka

    Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur yfirgefið herbúðir Hauka. Hann fékk boð um að leika með liði á meginlandi Evrópu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins

    Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Skiptir mestu máli að við séum hérna enn þá á morgun“

    Haukar ákváðu þegar í ljós kom að keppni í Íslandsmótinu í körfubolta væri frestað að senda alla erlenda leikmenn sína heim. Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir félagið bæði hafa horft á mannlega þáttinn og þann rekstrarlega og segir mestu máli skipta að liðið lifi þetta óvissuástand af.

    Körfubolti