Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna” Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 21:46 Pétur Már er ekki af baki dottinn. Vísir/Hulda Margrét Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur. Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið sáttur með útkomuna. „Ánægður að við unnum og spiluðum vel. Varnarleikurinn þéttur, kom smá kafli hjá okkur þar sem við vorum að taka slæmar ákvarðanir sóknarlega og vorum ekki nógu orkumiklir varnarlega, en svo bara frábær seinni hálfleikur, hittum vel og fengum stopp inn í hraðaupphlaup og seinni bylgju sóknir sem bara svínvirkaði í dag.” Þórsliðið var að spila lélega vörn í dag og fengu gestirnir að skjóta af vild utan af velli og keyrðu einnig á körfuna með afbragðs árangri. „Þeir voru nú ekki að gefa opin skot í byrjun en þegar leikurinn var að fjara út þá misstu þeir svolítið trúna á þessu og við settum bara í drápsgírinn og héldum áfram og gerðum vel og það hefur bara vantað svolítið í vetur og bara ánægður líka að ungur strákarnir sem komu hérna inn á voru ekkert að slaka á, þeir bara keyrðu á.” „Liðið geislaði af sjálfstrausti og við erum bara að fara í hvern leik til að vinna. Nú erum við búnir að vera í jöfnum leikjum í allan vetur fyrir utan kannski þrjá til fjóra, fimm leiki en við verðum að setja upp svona solid frammistöðu sem er jöfn og dívurnar ekki of miklar, þær hafa verið í byrjun þriðja leikhluta meira og minna í allan vetur, við komum sterkir út úr þriðja núna og þá fáum við svona meira sjálfstraust inn í fjórða og þá bara svona aldeilis flugum við í gang”, bætti Pétur við. Vestri er með 8 stig í ellefta og næstneðsta sæti en þar fyrir ofan koma Breiðablik og ÍR með 14 stig. Vestri á fimm leiki eftir og þar á meðal gegn báðum þessum liðum. Hafa Pétur og lærisveinar hans enn trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Klárlega, förum í hvern leik til að vinna hann, sama hvort það er ÍR, Breiðablik, Njarðvík eða Stjarnan eða eitthvað, við förum í alla leiki til að vinna”, sagði kokhraustur Pétur að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Vestri Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira