Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 89-80 | Stólarnir með mikilvægan sigur Ísak Óli Traustason skrifar 7. mars 2022 21:10 Vísir/Hulda Margrét Tindastóll fékk KR í heimsókn í Síkið í kvöld. KR náðu tökum á leiknum í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn. Tindastóll kom sterkt inn í þann seinni og komu sér inn í leikinn og voru betri í loka leikhlutanum og uppskáru að lokum mikilvægan sigur. Lokatölur 89-80. KR byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhlutan. Staðan 14-24. KR voru áfram mun betri í öðrum leikhluta og virtust vera að bæta við forskotið, en góður kafli frá heimamönnum skilaði því að þeir voru einungis 6 stigum undir í hálfleik. Staðan 38-44. Tindastóll var ískalt fyrir utan þriggja stiga línuna, þeir settu niður 2 skot af 18. Þorvaldur Orri Árnason var að spila vel, með 10 stig í hálfleik. Tindastóll kom sterkt til leiks í þriðja leikhluta og staðan eftir hann var 63 – 62. Það var svo góður 17-0 kafli þeirra í fjórða leikhluta sem kláraði dæmið fyrir þá og sterkur 89 – 80 stiga sigur á KR staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Þeir kveiktu á sér varnarlega í seinni hálfleik og komu með gott 17 – 0 áhlaup. Þriggja stiga skotin fóru að detta ofan í og það komst meira jafnvægi á þeirra leik. KR voru klaufar því þeir voru að klikka á opnum skotum inn í teig og fyrir utan ásamt því að klikka á 9 vítum í leiknum. KR tapa 6 boltum í fjórða leikhluta og Tindastóll skora á þá 20 stig eftir tapaða bolta og 27 úr hraðaupphlaupum. Sóknarlega stífnar þeir upp í fjórða og Tindastóll nær að hægja á Adama Darbo, leikmanni KR. Hverjir stóðu upp úr? Allir í byrjunarliðinu hjá Tindastól og KR skora yfir 10 stig. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, endaði stigahæstur með 19 stig, 7 fráköst og stelur 3 boltum. Hann skilar alltaf sínu og náði að hægja vel á Adama Darbo, leikmanni KR í seinni hálfleik. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls átti sinn besta leik í einhvern tíma með 15 stig. Einnig voru þeir félagar Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson góðir nema fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir voru samtals 2/15. Hjá KR var Adama Darbo flottur með 17 stig og 4 stoðsendingar. Dani Koljanin skilaði tvöfaldri tvennu með 14 stig og 12 fráköst. Þorvaldur Orri Árnason var góður í fyrri hálfleik en það bar lítið á honum í þeim seinni. Hvað hefði mátt betur fara? Tindastóll hefði mátt gera betur í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir enda með 21prósent nýtingu þar í kvöld. KR hefði átt að passa betur upp á boltann en þeir tapa 14 boltum í leiknum. Sóknarleikur þeirra í fjórða leikhluta var ekki góður og er það eitthvað sem þjálfarateymið þarf að skoða betur. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir ÍR á fimmtudaginn á meðan að KR skreppa til Keflavíkur á föstudaginn og leika við þá. Baldur Þór: Úrslitakeppnin er byrjuð fyrir okkur Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ángæður með sigur sinna manna í kvöld. ,,Það er karakter í þessu hjá okkur, við vissum alveg eftir fyrri hálfleikinn að við gætum gert betur og menn komu og skiluðu sínu í seinni,‘‘ sagði Baldur. ,,Það var jafnvægi í þessu hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik, við vorum að ströggla svolítið með þá í fyrri en ég er mjög ánægður með að klára þetta‘‘, sagði Baldur og bætti við að ,,annan leikinn í röð skilum við sterkum fjórða leikhluta í jöfnum leik.‘‘ Adama Darbo, leikmaður KR, var með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik fyrir KR og tók Baldur undir það. ,,Javon Bess gerir mikið betur á hann í seinni og við breytum aðeins taktíkst varnarlega‘‘, sagði Baldur og bætti við að honum fannst allir í liðinu stíga upp. ,,Úrslitakeppnin er byrjuð fyrir okkur, næsti leikur er ÍR og við viljum vinna hann á erfiðum útivelli og það verður gaman að fara í það, ‘‘sagði Baldur. Helgi Freyr Margeirsson var mættur á bekkinn hjá Tindastól í kvöld. Baldur greindi frá því að hann yrði á bekknum út tímabilið. ,,Hann er búinn að vera við hópinn í vetur og hefur stundum verið að koma inn og taka þátt í æfingum. Hann er með sterka nærveru og strákarnir bera virðingu fyrir honum og hann hefur komið með mjög góðann innblástur inn í æfingarnr í vikunni og í leikinn í dag‘‘, sagði Baldur. Helgi Már: Fjórði leikhlutinn of einhæfur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, kvaðst vera svekktur með niðurstöðu leiksins. ,,Mér fannst þetta vera leikur sem við vorum með yfirhöndina í. Mér fannst við vera að stýra honum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera með stærri forrustu inn í hálfleik,‘‘ sagði Helgi. ,,Ég vissi það alveg að Stólarnir myndu koma grimmir út í seinni og þá sérstaklega þegar að þeir eru undir, en þeir ná að koma sér inn í leikinn strax,‘‘ sagði Helgi. ,,Svo er fjórði leikhlutinn okkar allt of einhæfur og við erum með sex tapaða bolta sem er dýrt í svona leik sem að er svona jafn‘‘. Tindastóll skorar 17 stig í röð á KR í fjórða leikhluta. Helga fannst koma fát á sína menn á þeim tímapunkti og ,,við höndlum ekki þessa grimmd frá þeim og varnarleik þeirra‘‘. Aðspurður hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt úr þessum leik þá fannst Helga sínir menn koma inn í leikinn með sama krafti og síðstu umferð á móti ÍR ,,Þetta er erfiður völlur að spila á og Tindastóll er að spila vel akkúrat núna. Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt en við þurfum að laga framkvæmd okkar hérna í fjórða leikhluta ef að við ætlum að gera eitthvað þetta tímabilið‘.‘ KR fær Isaiah Manderson inn í næsta leik, Helgi er ánægður með það að fá hann inn. ,,Þetta er búið að vera sagan okkar í vetur, við höfum ekki verið með fullskipað lið ekki nema í örfáum leikjum. Vonandi aðlagast hann fljótt og við getum nýtt hann‘.‘ ,,Við tökum þetta leik fyrir leik og næst er það Keflavík á útivelli í hörku leik og við komum vel undirbúnir í þann leik og ætlum að keyra á þetta,‘‘ sagði Helgi að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll KR
Tindastóll fékk KR í heimsókn í Síkið í kvöld. KR náðu tökum á leiknum í fyrri hálfleik og voru sterkari aðilinn. Tindastóll kom sterkt inn í þann seinni og komu sér inn í leikinn og voru betri í loka leikhlutanum og uppskáru að lokum mikilvægan sigur. Lokatölur 89-80. KR byrjaði leikinn betur og leiddi eftir fyrsta leikhlutan. Staðan 14-24. KR voru áfram mun betri í öðrum leikhluta og virtust vera að bæta við forskotið, en góður kafli frá heimamönnum skilaði því að þeir voru einungis 6 stigum undir í hálfleik. Staðan 38-44. Tindastóll var ískalt fyrir utan þriggja stiga línuna, þeir settu niður 2 skot af 18. Þorvaldur Orri Árnason var að spila vel, með 10 stig í hálfleik. Tindastóll kom sterkt til leiks í þriðja leikhluta og staðan eftir hann var 63 – 62. Það var svo góður 17-0 kafli þeirra í fjórða leikhluta sem kláraði dæmið fyrir þá og sterkur 89 – 80 stiga sigur á KR staðreynd. Af hverju vann Tindastóll? Þeir kveiktu á sér varnarlega í seinni hálfleik og komu með gott 17 – 0 áhlaup. Þriggja stiga skotin fóru að detta ofan í og það komst meira jafnvægi á þeirra leik. KR voru klaufar því þeir voru að klikka á opnum skotum inn í teig og fyrir utan ásamt því að klikka á 9 vítum í leiknum. KR tapa 6 boltum í fjórða leikhluta og Tindastóll skora á þá 20 stig eftir tapaða bolta og 27 úr hraðaupphlaupum. Sóknarlega stífnar þeir upp í fjórða og Tindastóll nær að hægja á Adama Darbo, leikmanni KR. Hverjir stóðu upp úr? Allir í byrjunarliðinu hjá Tindastól og KR skora yfir 10 stig. Javon Bess, leikmaður Tindastóls, endaði stigahæstur með 19 stig, 7 fráköst og stelur 3 boltum. Hann skilar alltaf sínu og náði að hægja vel á Adama Darbo, leikmanni KR í seinni hálfleik. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Tindastóls átti sinn besta leik í einhvern tíma með 15 stig. Einnig voru þeir félagar Sigtryggur Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson góðir nema fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir voru samtals 2/15. Hjá KR var Adama Darbo flottur með 17 stig og 4 stoðsendingar. Dani Koljanin skilaði tvöfaldri tvennu með 14 stig og 12 fráköst. Þorvaldur Orri Árnason var góður í fyrri hálfleik en það bar lítið á honum í þeim seinni. Hvað hefði mátt betur fara? Tindastóll hefði mátt gera betur í skotum fyrir utan þriggja stiga línuna en þeir enda með 21prósent nýtingu þar í kvöld. KR hefði átt að passa betur upp á boltann en þeir tapa 14 boltum í leiknum. Sóknarleikur þeirra í fjórða leikhluta var ekki góður og er það eitthvað sem þjálfarateymið þarf að skoða betur. Hvað gerist næst? Tindastóll heimsækir ÍR á fimmtudaginn á meðan að KR skreppa til Keflavíkur á föstudaginn og leika við þá. Baldur Þór: Úrslitakeppnin er byrjuð fyrir okkur Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls.vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ángæður með sigur sinna manna í kvöld. ,,Það er karakter í þessu hjá okkur, við vissum alveg eftir fyrri hálfleikinn að við gætum gert betur og menn komu og skiluðu sínu í seinni,‘‘ sagði Baldur. ,,Það var jafnvægi í þessu hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleik, við vorum að ströggla svolítið með þá í fyrri en ég er mjög ánægður með að klára þetta‘‘, sagði Baldur og bætti við að ,,annan leikinn í röð skilum við sterkum fjórða leikhluta í jöfnum leik.‘‘ Adama Darbo, leikmaður KR, var með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik fyrir KR og tók Baldur undir það. ,,Javon Bess gerir mikið betur á hann í seinni og við breytum aðeins taktíkst varnarlega‘‘, sagði Baldur og bætti við að honum fannst allir í liðinu stíga upp. ,,Úrslitakeppnin er byrjuð fyrir okkur, næsti leikur er ÍR og við viljum vinna hann á erfiðum útivelli og það verður gaman að fara í það, ‘‘sagði Baldur. Helgi Freyr Margeirsson var mættur á bekkinn hjá Tindastól í kvöld. Baldur greindi frá því að hann yrði á bekknum út tímabilið. ,,Hann er búinn að vera við hópinn í vetur og hefur stundum verið að koma inn og taka þátt í æfingum. Hann er með sterka nærveru og strákarnir bera virðingu fyrir honum og hann hefur komið með mjög góðann innblástur inn í æfingarnr í vikunni og í leikinn í dag‘‘, sagði Baldur. Helgi Már: Fjórði leikhlutinn of einhæfur Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, kvaðst vera svekktur með niðurstöðu leiksins. ,,Mér fannst þetta vera leikur sem við vorum með yfirhöndina í. Mér fannst við vera að stýra honum, sérstaklega í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera með stærri forrustu inn í hálfleik,‘‘ sagði Helgi. ,,Ég vissi það alveg að Stólarnir myndu koma grimmir út í seinni og þá sérstaklega þegar að þeir eru undir, en þeir ná að koma sér inn í leikinn strax,‘‘ sagði Helgi. ,,Svo er fjórði leikhlutinn okkar allt of einhæfur og við erum með sex tapaða bolta sem er dýrt í svona leik sem að er svona jafn‘‘. Tindastóll skorar 17 stig í röð á KR í fjórða leikhluta. Helga fannst koma fát á sína menn á þeim tímapunkti og ,,við höndlum ekki þessa grimmd frá þeim og varnarleik þeirra‘‘. Aðspurður hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt úr þessum leik þá fannst Helga sínir menn koma inn í leikinn með sama krafti og síðstu umferð á móti ÍR ,,Þetta er erfiður völlur að spila á og Tindastóll er að spila vel akkúrat núna. Það er alltaf hægt að finna eitthvað jákvætt en við þurfum að laga framkvæmd okkar hérna í fjórða leikhluta ef að við ætlum að gera eitthvað þetta tímabilið‘.‘ KR fær Isaiah Manderson inn í næsta leik, Helgi er ánægður með það að fá hann inn. ,,Þetta er búið að vera sagan okkar í vetur, við höfum ekki verið með fullskipað lið ekki nema í örfáum leikjum. Vonandi aðlagast hann fljótt og við getum nýtt hann‘.‘ ,,Við tökum þetta leik fyrir leik og næst er það Keflavík á útivelli í hörku leik og við komum vel undirbúnir í þann leik og ætlum að keyra á þetta,‘‘ sagði Helgi að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum