„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2022 14:31 Kristófer Acox vill að titlaþurrð Vals ljúki um helgina. vísir/sigurjón Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í okkur. Við erum nýbúnir að spila við þá og það fór kannski ekki alveg eins og við áttum von á. En við vitum að það er töluvert stærri leikur á morgun [í dag] og ég held að allir séu stemmdir og klárir,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi í gær. Þór og Valur mættust í Þorlákshöfn í Subway-deildinni í síðustu viku þar sem Íslandsmeistararnir unnu öruggan sigur, 88-69. Þegar lið mætast með skömmu millibili í deild og bikar skipta liðin oftar en ekki sigrunum á milli sín og Kristófer vonar að sú verði raunin. „Ég myndi fíla það. Fyrst þeir tóku deildina væri ég sáttur með að taka undanúrslitin. En auðvitað er erfitt að vinna sama liðið tvisvar í röð. Við verðum að mæta töluvert betri og grimmari í leikinn heldur en við gerðum fyrir helgi,“ sagði Kristófer. Klippa: Viðtal við Kristófer Acox Segja má að tveir andstæðir pólar mætist í kvöld en leikstílar Vals og Þórs er afar ólíkir. „Þeir spila hraðan og góðan bolta og hafa verið bestir í allan vetur. Þeir eru mjög stöðugir í því sem þeir gera. En við þurfum bara að finna einhver ráð hvernig við getum mætt þeim og refsað þeim. Þeir eru kannski ekki með mikla hæð en miklar skyttur út um allt. Við þurfum að finna hvernig við getum aðeins hægt á leiknum og spilað okkar bolta,“ sagði Kristófer. Valur hefur ekki unnið stóran titil síðan liðið varð Íslands- og bikarmeistari 1983. Valsmenn aðeins tveimur sigrum frá því að binda endi á þessu löngu bið. „Auðvitað er þetta stórt fyrir félagið. Það hefur verið uppsveifla í liðinu síðustu ár. Við erum á ágætis stað í deildinni og í undanúrslitum í bikarnum þannig ég held að fólk á Hlíðarenda sé mjög spennt fyrir því sem er að gerast í körfunni. Það væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn,“ sagði Kristófer að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga