Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þor­láks­höfn - Valur 92-83 | Ís­lands- og bikar­meistararnir með bakið upp við vegg

    Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“

    „Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bene­dikt bjart­sýnn fyrir leik þrjú þrátt fyrir tap í kvöld

    Bene­dikt Guð­munds­son, þjálfari karla­liðs Njarð­víkur í körfu­bolta var að vonum svekktur með að hafa tapað leik tvo gegn Tinda­stól í úr­slita­keppni Subway deildarinnar en hann er þó stoltur af frammi­stöðu sinna leik­manna sem stigu upp eftir al­gjört af­hroð í leik eitt.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður

    Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“

    „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“

    Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hjalti Þór hættur með Kefla­vík

    Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Arnar: Bara myrkur og mannaskítur framundan

    Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Oddaleikur eða sumarfrí?

    Stjarnan fær Val í heimsókn í Umhyggjuhöllina í kvöld í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það er hel­vítis sam­heldni í okkur núna“

    „Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“

    Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit

    Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég er augljóslega mjög fúll“

    Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum.

    Körfubolti