Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Hjörvar Ólafsson skrifar 1. nóvember 2024 20:48 ÍR - Þór Þ. Bónus Deild Karla Haust 2024 vísir/Diego Þór Þorlákshöfn lagði Hauka að velli 82-81 þegar liðin leiddu saman hesta sína í fimmtu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn komst upp að hlið Njarðvík og Tindastóli með þessum sigri en Haukar eru ásamt ÍR án sigurs á botni deildarinnar. Heimamenn hófu leikinn betur og byggðu hægt en bítandi upp forskot í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 33-23 Þór Þorlákshöfn í vil. Það var hins vegar allt annað að sjá varnarleikinn hjá Haukum í öðrum leikhluta en þeir héldu Þórsurum í 15 stigum og góður kafli gestanna undir lok leihklutans varð til þess að staðan var jöfn, 48-48, í hálfleik. Seppe D'espallier kom með öfluga innkomu af bekknum en hann spilaði vel á báðum endum vallarins. D'espallier skoraði fjögur síðustu stiga annars leikhluta og stemmingin var með Haukum þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Leikurinn var í járnum allt til loka en undir lok fjórða leikhluta voru Þórsarar sterkari á svellinu og komust 82-76 yfir. Á þeim kafla var Jordan Sample að setja niður stór stig á mikilvægum augnablikum. Haukar lögðu hins vegar ekki árar í bát og Hilmar Arnarson setti niður þrist úr horninu og minnkaði muninn í 82-81 þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Hugi Hallgrímsson var svo hársbreidd frá því að stela boltanum í lokasókn leiksins og gefa Haukum tækifæri á að stela sigrinum. Það tókst ekki og fimmta tap Hauka staðreynd. Þór er aftur á móti með fjóra sigra eftir fyrstu fimm umferðirnar. Lárus Jónsson telur að lið sitt geti gert mun betur. Vísir/Bára Dröfn Lárus: Fátt sem gladdi fyrir utan sigurinn „Það mátti ekki á tæpara standa og það er í raun fátt annað sem gleður en að hafa landað þessum sigri satt best að segja. Við vorum nálægt því að kasta þessu frá okkur hérna undir lokin og mér finnst við geta gert marga hluti mun betur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Við byrjuðum leikinn vel og spiluðum góðan körfubolta fyrstu mínútur leiksins. Eftir það var ákveðin flatneskja yfir frammistöðu okkar á báðum endum vallarins. Ákefðin minnkaði umtalsvert í varnarleiknum og sóknarleikurinn illa framkvæmdur. Það má hins vegar ekki gleyma því að þetta Haukalið er mun betra en stigataflan sýnir og ég held að það styttist í sigur hjá þeim,“ sagði Lárus enn fremur. „Spilamennska okkar hefur verið kaflaskipt í fyrstu fimm leikjunum og mínúturnar þar sem við spilum af fullum krafti of fáar fyrir minn smekk. Ég skal alveg vera hreinskilinn með það að ég væri vel til að sjá heilsteyptari leiki hjá okkur í næstu leikjum liðsins,“ sagði hann um framhaldið. Mate Dalmay: Lítið sem ekkert sem skilur liðin að „Varnarleikurinn hjá okkur var til fyrirmyndar í þessum leik og við komum til baka þegar við lentum undir en koðnuðum ekki niður eins og hefur verið uppi á tengingnum til þessa á tímabilinu. Við vorum í raun bara einni þriggja stiga körfu frá Jordan Sample með mann í andlitinu frá því að vinna þennan leik,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, um leik liðanna. „Við viljum gera okkur gildandi í þessari deild og við göngum uppréttir frá þessum leik. Þó að ég sé keppnismaður og vilji ekki tala endalaust um batamerki og stíganda í okkar leik þá er það bara klárlega staðan. Þetta var bara leikur tveggja jafnra liða sem hefði getað dottið hvoru megin sem var,“ sagði Mate þar að auki. „Það var ekki jafn auðvelt og hefur verið að ýta okkur út úr okkar aðgerðum og bullya okkar. Leikmenn eru vonsviknir inni í klefa og svekktir að hafa ekki náð að vinna. Þeir eru að sama skapi með kassann uppi og ég held að þeir muni mæta mótíveraðir á æfingar á sunnudaginn og klárir í að hefja undnirbúning sem leiðir til þess að við vinnum Álftanes á föstudaginn kemur,“ sagði hann borubrattur. Maté Dalmay gat týnt til fjölmargt jákvætt þrátt fyrir tapið. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Jordan Sample fór langt með sigla þessum sigri í Þorlákshöfn með þriggja stiga körfu undir lok leiksins. Steeve Ho You Fat fékk svo sína fjórðu villu snemma í fjórða leikhluta sem hafði áhrif á það hversu grimma vörn hann gat spilað það sem eftir lifði leiksins. Stjörnur og skúrkar Jordan Sample steig upp þegar mest á reyndi og var sá leikmaður sem heimamenn litu til þegar það þurfti að höggva á hnútinn með körfum á lykilaugnablikum leiksins. Þegar yfir lauk hafði hann skilað 20 stigum á töfluna og var stigahæstar hjá Þórsliðinu. Þar fyrir utan reif Sample niður 13 fráköst. Morten Bulow kom næstur með 17 stig en hann tók einnig sjö fráköst. Hjá Haukum drógu Everage Richardson og Tyson Jolly vagninn í sóknarleiknum en Richardson skoraði 21 stig og Jolly endaði með 20 stig. Seppe D'espallier kom svo með jákvæða orku af varamannbekknum en hann setti 13 stig á töfluna og tók sjö fráköst. Dómarar leiksins Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Aron Rúnarsson dæmdu þennan leik af stakri prýði og dómgæsla þeirra að þessu sinni skilar þeim átta í einkunn. Stemming og umgjörð Þorlákshafnarbúar héldu upp á Hrekkjavöku í kvöld og krakkar bæjarins voru uppteknir við að safna nammibirgðum fyrir helgina og einhverjir fullorðnir þurftu að fóðra krílin af gotterí. Um það bil 100 manns mættu í höllina og héldu uppi ágætis stemmingu á þessu fallega föstudagskvöldi. All tupp á 10 í umgjörðinni annars hjá Þórsurum eins og venjulega. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Haukar
Þór Þorlákshöfn lagði Hauka að velli 82-81 þegar liðin leiddu saman hesta sína í fimmtu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn komst upp að hlið Njarðvík og Tindastóli með þessum sigri en Haukar eru ásamt ÍR án sigurs á botni deildarinnar. Heimamenn hófu leikinn betur og byggðu hægt en bítandi upp forskot í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 33-23 Þór Þorlákshöfn í vil. Það var hins vegar allt annað að sjá varnarleikinn hjá Haukum í öðrum leikhluta en þeir héldu Þórsurum í 15 stigum og góður kafli gestanna undir lok leihklutans varð til þess að staðan var jöfn, 48-48, í hálfleik. Seppe D'espallier kom með öfluga innkomu af bekknum en hann spilaði vel á báðum endum vallarins. D'espallier skoraði fjögur síðustu stiga annars leikhluta og stemmingin var með Haukum þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Leikurinn var í járnum allt til loka en undir lok fjórða leikhluta voru Þórsarar sterkari á svellinu og komust 82-76 yfir. Á þeim kafla var Jordan Sample að setja niður stór stig á mikilvægum augnablikum. Haukar lögðu hins vegar ekki árar í bát og Hilmar Arnarson setti niður þrist úr horninu og minnkaði muninn í 82-81 þegar rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Hugi Hallgrímsson var svo hársbreidd frá því að stela boltanum í lokasókn leiksins og gefa Haukum tækifæri á að stela sigrinum. Það tókst ekki og fimmta tap Hauka staðreynd. Þór er aftur á móti með fjóra sigra eftir fyrstu fimm umferðirnar. Lárus Jónsson telur að lið sitt geti gert mun betur. Vísir/Bára Dröfn Lárus: Fátt sem gladdi fyrir utan sigurinn „Það mátti ekki á tæpara standa og það er í raun fátt annað sem gleður en að hafa landað þessum sigri satt best að segja. Við vorum nálægt því að kasta þessu frá okkur hérna undir lokin og mér finnst við geta gert marga hluti mun betur,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar. „Við byrjuðum leikinn vel og spiluðum góðan körfubolta fyrstu mínútur leiksins. Eftir það var ákveðin flatneskja yfir frammistöðu okkar á báðum endum vallarins. Ákefðin minnkaði umtalsvert í varnarleiknum og sóknarleikurinn illa framkvæmdur. Það má hins vegar ekki gleyma því að þetta Haukalið er mun betra en stigataflan sýnir og ég held að það styttist í sigur hjá þeim,“ sagði Lárus enn fremur. „Spilamennska okkar hefur verið kaflaskipt í fyrstu fimm leikjunum og mínúturnar þar sem við spilum af fullum krafti of fáar fyrir minn smekk. Ég skal alveg vera hreinskilinn með það að ég væri vel til að sjá heilsteyptari leiki hjá okkur í næstu leikjum liðsins,“ sagði hann um framhaldið. Mate Dalmay: Lítið sem ekkert sem skilur liðin að „Varnarleikurinn hjá okkur var til fyrirmyndar í þessum leik og við komum til baka þegar við lentum undir en koðnuðum ekki niður eins og hefur verið uppi á tengingnum til þessa á tímabilinu. Við vorum í raun bara einni þriggja stiga körfu frá Jordan Sample með mann í andlitinu frá því að vinna þennan leik,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, um leik liðanna. „Við viljum gera okkur gildandi í þessari deild og við göngum uppréttir frá þessum leik. Þó að ég sé keppnismaður og vilji ekki tala endalaust um batamerki og stíganda í okkar leik þá er það bara klárlega staðan. Þetta var bara leikur tveggja jafnra liða sem hefði getað dottið hvoru megin sem var,“ sagði Mate þar að auki. „Það var ekki jafn auðvelt og hefur verið að ýta okkur út úr okkar aðgerðum og bullya okkar. Leikmenn eru vonsviknir inni í klefa og svekktir að hafa ekki náð að vinna. Þeir eru að sama skapi með kassann uppi og ég held að þeir muni mæta mótíveraðir á æfingar á sunnudaginn og klárir í að hefja undnirbúning sem leiðir til þess að við vinnum Álftanes á föstudaginn kemur,“ sagði hann borubrattur. Maté Dalmay gat týnt til fjölmargt jákvætt þrátt fyrir tapið. Vísir/Hulda Margrét Atvik leiksins Jordan Sample fór langt með sigla þessum sigri í Þorlákshöfn með þriggja stiga körfu undir lok leiksins. Steeve Ho You Fat fékk svo sína fjórðu villu snemma í fjórða leikhluta sem hafði áhrif á það hversu grimma vörn hann gat spilað það sem eftir lifði leiksins. Stjörnur og skúrkar Jordan Sample steig upp þegar mest á reyndi og var sá leikmaður sem heimamenn litu til þegar það þurfti að höggva á hnútinn með körfum á lykilaugnablikum leiksins. Þegar yfir lauk hafði hann skilað 20 stigum á töfluna og var stigahæstar hjá Þórsliðinu. Þar fyrir utan reif Sample niður 13 fráköst. Morten Bulow kom næstur með 17 stig en hann tók einnig sjö fráköst. Hjá Haukum drógu Everage Richardson og Tyson Jolly vagninn í sóknarleiknum en Richardson skoraði 21 stig og Jolly endaði með 20 stig. Seppe D'espallier kom svo með jákvæða orku af varamannbekknum en hann setti 13 stig á töfluna og tók sjö fráköst. Dómarar leiksins Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Aron Rúnarsson dæmdu þennan leik af stakri prýði og dómgæsla þeirra að þessu sinni skilar þeim átta í einkunn. Stemming og umgjörð Þorlákshafnarbúar héldu upp á Hrekkjavöku í kvöld og krakkar bæjarins voru uppteknir við að safna nammibirgðum fyrir helgina og einhverjir fullorðnir þurftu að fóðra krílin af gotterí. Um það bil 100 manns mættu í höllina og héldu uppi ágætis stemmingu á þessu fallega föstudagskvöldi. All tupp á 10 í umgjörðinni annars hjá Þórsurum eins og venjulega.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum