Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2024 12:15 Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni í síðasta leik gegn Grindavík Vísir/Jón Gautur Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Baldur tók við liði Stjörnunnar fyrir yfirstandandi tímabil og hefur farið glimrandi vel af stað í starfinu. Stjarnan hefur unnið alla leiki sína til þessa í Bónus deildinni og mætir nú á Sauðárkrók þar sem að Baldur kannast við sig. Hann var þjálfari Tindastóls á árunum 2019 til 2022 og þá er eiginkona hans frá Sauðárkróki. „Það er alltaf gott að koma norður,“ segir Baldur í samtali við íþróttadeild Vísis í morgun. „Ég er bara heima hjá tengdó núna á Sauðárkróki, alltaf stemning að koma þangað. Ég er bara spenntur fyrir leiknum,“ segir Baldur sem þekkir vel þá stemningu sem getur myndast í Síkinu, heimavelli Tindastóls. Það er sérstök tilfinning sem fylgir því, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, að mæta og taka þátt í leik í Síkinu. „Já ég held ég ljúgi engu þegar að ég segi að Tindastóll eigi flesta stuðningsmenn á landinu þegar að kemur að körfubolta. Mesta áhorfenda kjarnann sem fylgir þeim á leikjum, hvort sem það er á heima- eða útivelli. Það er mikil stemning þegar að maður mætir, margir sem mæta á leikina. Alltaf ákveðið krydd og skemmtilegt að taka þátt í Tindastóls leikjum.“ Eftir tap í fyrstu umferð er lið Tindastóls, sem er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, búið að finna taktinn og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og getur með sigri í kvöld jafnað lið Stjörnunnar að stigum á toppi deildarinnar. Benedikt Guðmundsson, þjálfari TindastólsVísir/Anton Brink „Þetta er hörku lið. Verður mjög erfitt,“ segir Baldur um andstæðing kvöldsins. „Þeir eru náttúrulega hrikalega vel mannaðir og eru búnir að spila mjög vel, sérstaklega þessa síðustu leiki á móti Hetti og Grindavík. Þegar að ég tala um vel þá á ég við að þetta verður mjög krefjandi verkefni sem maður er spenntur að fara í.“ Sömuleiðis eru þið gífurlega vel mannaðir. Hafið ekki tapað leik í deildinni. Þið hljótið að fara inn í þennan leik með kassann út og sigurvissir? „Já. Við náttúrulega ætlum okkur að vinna alla leiki sem við förum í en á sama tíma vitum við að það þarf mikið að ganga upp til að vinna í þessum leik. Þetta er stór áskorun. Við erum meðvitaðir um það.“ Toppslagur Tindastóls og Stjörnunnar í Bónus deild karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan korter yfir sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit