Hittni Pavels og Berkis hefur ráðið miklu í leikjum KR og Snæfells Snæfell og KR hafa mæst fjórum sinnum á stuttum tíma, í lokaumferð deildarkeppninnar og svo þrisvar sinnum í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppninni. Liðin mætast enn á ný í Stykkishólmi í kvöld þar sem Snæfell getur slegið út Íslandsmeistarana og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 12. apríl 2010 16:30
KR-ingar búnir að vinna síðustu sex leiki sína í Hólminum KR-ingar ættu að geta mætt í Fjárhúsið í Stykkishólmi í kvöld fullir sjálfstraust en ekkert nema sigur kemur í veg fyrir að Íslandsmeistararnir séu komnir í sumarfrí. KR-ingar hafa unnið sex síðustu leiki sína í Stykkishólmi eða alla leik síðan 27. mars 2007. Körfubolti 12. apríl 2010 15:30
Snæfellsliðið búið að vinna fjóra heimaleiki í röð í sömu stöðu Snæfellingar eru búnir að vinna fjóra heimaleiki í röð þar sem þeir hafa getað tryggt sig áfram í næstu umferð í úrslitakeppni. Snæfell getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vinni liðið KR í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 12. apríl 2010 14:30
Senda Snæfellingar meistarana í sumarfrí? Fjórði leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta verður í kvöld í Stykkishólmi. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 12. apríl 2010 11:30
Sigurður Ingimundar: Frábær skemmtun fyrir áhorfendur „Þetta var flottur leikur. Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og ekta undanúrslitaleikur. Ég er ánægður að fara héðan með sigur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að hans menn lögðu Keflavík í Toyota-höllinni, 86-88, í hörkuleik. Körfubolti 11. apríl 2010 22:48
Sigurður Þorsteins: Eigum að spila betur „Þetta var erfitt og við byrjuðum ílla bæði í fyrri og seinni hálfleik. Við vorum alltof rólegir á því og höfum spilað miklu betur en þetta og eigum að spila miklu betur en þetta," Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap gegn Njarðvík í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Körfubolti 11. apríl 2010 22:45
Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Körfubolti 11. apríl 2010 21:06
Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum. Körfubolti 11. apríl 2010 14:52
Keflavík getur komist í úrslit í kvöld Keflavík og Njarðvík mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í Sláturhúsinu í Keflavík í kvöld. Körfubolti 11. apríl 2010 14:00
Ingi Þór: Ótrúlegur varnarleikur í fjórða leikhluta Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var sigurreifur eftir leikinn gegn KR í dag en hann er búinn að vinna tvo leiki í röð á sínum gamla heimavelli. Honum finnst það augljóslega ekkert sérstaklega leiðinlegt. Körfubolti 10. apríl 2010 19:40
Páll: Þetta var aumingjaskapur Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir að hans menn höfðu tapað fyrir Snæfelli annan leikinn í röð á heimavelli. Snæfell getur því komist í úrslitarimmu Íslandsmótsins með sigri í Hólminum á mánudag. Körfubolti 10. apríl 2010 19:15
Nonni Mæju: Þetta var mjög sætt Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, var eins og svo oft áður með betri leikmönnum Snæfells í dag. Þessi afar vanmetni leikmaður var brosmildur er blaðamaður Vísis hitti hann eftir leik. Körfubolti 10. apríl 2010 19:08
Ingi hleypur síðustu kílómetrana í Hólminn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svitnaði vel á hliðarlínunni í dag og hann á eftir að svitna enn meira áður en dagurinn er allur. Körfubolti 10. apríl 2010 18:41
Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Körfubolti 10. apríl 2010 18:20
Friðrik Ragnarsson hættur með Grindavík Friðrik Ragnarsson hefur ákveðið að hætta þjálfun Grindavíkur í körfuboltanum. Samningur hans er runninn út en stjórn félagsins vildi halda honum í starfi. Körfubolti 9. apríl 2010 12:03
Keflvíkingar í ham gegn Njarðvík - myndasyrpa Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var vopnaður myndavélinni á grannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur í gær. Körfubolti 9. apríl 2010 10:26
Sigurður: Menn lögðu sig ekki fram „Þetta var bara lélegt. Það hafði enginn fyrir hlutunum hjá okkur, þegar menn leggja ekki sig fram þá er þetta ekki erfitt heldur bara lélegt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið á heimavelli gegn Keflavík. Körfubolti 8. apríl 2010 23:05
Guðjón: Við spiluðum andskoti vel „Þetta var mjög flott. Dúndurvörn hjá okkur náði að skapa þetta forskot sem við náðum," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins í Njarðvík. Körfubolti 8. apríl 2010 22:54
Umfjöllun: Keflvíkingar í vænlegri stöðu eftir sigur í Njarðvík Útlitið er orðið dökkt hjá Njarðvíkingum sem töpuðu á heimavelli fyrir Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitarimmu Íslandsmótsins. Úrslitin 79-103. Körfubolti 8. apríl 2010 20:58
Spilar til að heiðra minningu föður síns Svitaböndin sem Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, ber í leikjum hafa vakið athygli enda ekki hefðbundin og skarta áletruninni: GÞS. Körfubolti 8. apríl 2010 14:15
Páll: Við höfum fengið allskonar gagnrýni síðustu daga KR-ingar voru í miklu stuði allir sem einn í 19 stiga sigri liðins á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Þjálfarinn Páll Kolbeinsson var líka ánægður með sína menn. Körfubolti 7. apríl 2010 22:48
Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:42
Skarphéðinn: Búinn að vera ferskur á bekknum að bíða eftir tækifæri Skarphéðinn Freyr Ingason hefur lifað tímanna tvenna með KR-ingum og er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið með í báðum Íslandsmeistaraliðum félagsins síðustu þrjú ár. Skarphéðinn átti flotta innkomu í KR-liðið í 19 stiga sigri á Snæfelli í Hólminum í kvöld eftir að hafa fengið ekkert að spila í fyrsta leiknum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:32
Tommy fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn KR-ingurinn Tommy Johnson átti sinn langbesta leik í langan tíma þegar KR-ingar unnu 19 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Tommy hafði aðeins skorað 11 stig í fyrstu þremur leikjum KR í úrslitkeppninni en skoraði 18 stig í kvöld. Tommy setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Körfubolti 7. apríl 2010 22:18
Ingi Þór: Þeir svöruðu vel í dag enda með frábært lið Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að horfa upp á sína menn tapa með 19 stigum fyrir KR á heimavelli sínum í Hólminum í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell gat komist í 2-0 í einvíginu og þar með í algjöra lykilstöðu en nú er staðan orðin 1-1 og KR er aftur komið með heimavallarréttinn. Körfubolti 7. apríl 2010 22:09
Stuðningsmenn KR fögnuðu með klósettrúllukasti KR vann í kvöld afar góðan sigur á Snæfelli í Stykkishólmi og jafnaði þar með rimmu félaganna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Staðan í einvíginu, 1-1. Körfubolti 7. apríl 2010 21:06
Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir. Körfubolti 7. apríl 2010 15:00
Er kominn tími fyrir Tommy að skipta aftur í gamla treyjunúmerið? Það hefur lítið gengið hjá KR-ingnum Tommy Johnson að undanförnu. Leikbann, meiðsli og hver slaki leikurinn á fætur öðrum hefur séð til þess að KR-ingar hafa lítið getað treyst á annan erlenda leikmanninn sinn. Körfubolti 7. apríl 2010 14:30
Hlynur hitar upp með því að vesenast í flutningum Annar leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í hinu rómaða íþróttahúsi Stykkishólms, Fjárhúsinu, í kvöld. Körfubolti 7. apríl 2010 14:00
1-0 fyrir Snæfell - myndir Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. Körfubolti 6. apríl 2010 08:58