Frábær varnarleikur lykillinn að Stjörnusigri Jón Júlíus Karlsson í Ásgarði skrifar 25. október 2012 19:00 Stjarnan er komið á topp Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld, 77-62. Jafnræði var með liðunum framan af leik en leiðir skildu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan spilaði frábæra vörn. Staðan í hálfleik var 37-36 fyrir Stjörnuna sem lék mun betur í síðari hálfleik. Þegar 4:15 var eftir á klukkunni í fjórða leikhluta hafði Þór ekki skorað stig í leikhlutanum og heimamenn náð góðri forystu. Það er hreinlega alltof mikið gegn sterku liði Stjörnunnar sem vann því góðan sigur. Stjarnan hefur hlotið sex stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Þór Þ. er með fjögur. Fannar Helgason var stigahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld en hann skoraði 17 stig og tók 13 fráköst. Brian Mills og Jovan Zdravevski komu næstir með 15 stig. Hjá Þór Þ. var Guðmundur Jónsson atkvæðamestur með 16 stig og flest þeirra og þriggja stiga körfum.Benedikt: „Gerum ekkert af viti síðustu 13 mínúturnar" „Síðustu 13 mínúturnar í leiknum þá gerum við ekkert af viti. Það voru 4:15 á klukkunni þegar fyrsta stigið kemur í fjórða leikhluta og því miður þá hefur þetta verið of oft svona hjá okkur í vetur. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við eigum afleitan fjórða leikhluta," sagði ósáttur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar. „Það gerist eitthvað hugarfarslega í sóknarleiknum sem við þurfum að finna lausn á. Við vorum að missa mjög mörg auðveld skot. Við vissum það fyrir leikinn að allir þyrftu helst að eiga góðan leik til að vinna hérna. Því miður átti enginn góðan leik." Guðmundur er þó ekki áhyggjufullur þrátt fyrir slæman leik hjá sínum mönnum í kvöld. „Þetta er bara einn leikur og við erum alveg rólegir. Það er nóg eftir af þessu tímabili og við eigum eftir að bæta okkur."Teitur Örlygs: „Við tókum varnarleikinn í gegn" „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur því Þór er með frábært lið. Við tókum varnarleikinn í gegn frá því í síðasta leik en þar fengum við á okkur 110 stig. Nú fáum við á okkur 62 stig sem er allt annað," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við töluðum um það fyrir leikinn að við yrðum að mæta hörkunni sem Þórsliðið er þekkt fyrir. Ef þú mætir ekki ákveðinn í leik gegn Þór þá tapar þú. Það var flott grimmd í mínum mönnum og baráttan til fyrirmyndar." Byrjun Stjörnunnar lofar góðu en liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum. „Við erum búnir að spila gegn mörgum sterkum liðum. Það er lítill getumunur á milli liða í deildinni og það verður að mæta í alla leiki. Ég finn fyrir meiri stöðugleika í liðinu í ár en á síðasta tímabili. Það er meiri ró í liðinu. Við erum með nýtt sóknarkerfi og ég er sannfærður um að við eigum eftir að verða betri. Brian Mills lofar mjög góðu og er að hjálpa liðinu mikið."Stjarnan-Þór Þ. 77-62 (19-15, 18-21, 26-18, 14-8)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 17/13 fráköst, Brian Mills 15/12 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 15, Dagur Kár Jónsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 10/5 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst.Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/6 stolnir, Benjamin Curtis Smith 11, Robert Diggs 10/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Darrell Flake 6/6 fráköst. Hér að neðan má sjá beina lýsingu frá leiknum.Bein lýsing frá leiknum:Leik lokið: Lokatölur 72-62 fyrir Stjörnuna sem áttu sigurinn fyllilega skilið. Liðið lék góða vörn og vann að lokum öruggan sigur. Þórsarar áttu slakan dag og þá sérstaklega sóknarlega.38 min: Stjarnan með 13 stiga forystu, 75-62 þegar lítið er eftir. Hörmuleg byrjun Þórs í fjórða leikhluta kemur í bakið á þeim.37 min: Dæmdur er ásetningur á Darrell Flake þegar hann reyndi að blaka burtu skoti frá Fannari Helgasyni hjá Stjörnunni. Staðan 69-59 og lítið sem bendir til annars en að heimamenn fari með sigur af hólmi.36 min: Stórfréttir! Guðmundur Jónsson skorar fyrstu stig Þórs í fjórða leihluta þegar 4:11 eru eftir á klukkunni. Staðan er 66-56 fyrir Stjörnuna.35 min: Hiti er farinn að færast í leikinn. Þeir Justin Shouse hjá Stjörnunni og Davíð Ágústsson hjá Þór berjast full harkalega um boltann og þurfti Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, að stíga þá í sundur.34 min: Það gengur ekkert hjá Þór. Liðið er ekki búið að skora stig í lokaleikhlutanum þegar þrjár og hálf mínúta er liðin. Stjarnan að spila góðan varnarleik og heppnin alls ekki með Þór.32 min: Justin Shouse með góða körfu og kemur Stjörnunni í 65-54. Guðmundur tekur leikhlé fyrir Þór enda er sóknarleikur liðsins ekki góður.30 min: Dagur Kr. Jónsson reynir skot frá miðju þegar leiktíminn rennur út og fer skot hans í spjalið og í hringinn en ekki niður. Stjarnan átti góða rispu undir lok þriðja leikhluta og er staðan 63-54 fyrir heimamenn. Þetta er mesta forysta sem Stjarnan hefur haft í leiknum.29. min: Jovan með þrist fyrir Stjörnuna og svo skorar Dagur Kr. Jónsson úr skoti undir körfunni og fær víti að auki í næstu sókn. Staðan 62-54 fyrir heimamenn. Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé enda dapur kafli hjá gestunum í Þór. Hann lætur sína menn heyra það.28 min: Brian Mills skorar út tveimur vítum og kemur Stjörnunni í 57-54. Tekur svo gott varnarfrákast í næstu sókn.27 min: Menn eru aðeins að hitna fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðmundur Jónsson kemur Þór yfir 53-54.25 min: Brian Mills gleður áhorfendur Stjörnunnar með flottri troðslu.24 min: Dagur Kr. Jónsson í Stjörnunni með góðan þrist. Hann er sonur Jóns Kr. Gíslasonar, goðsagnar úr Keflavík. Guðmudur Jónsson svaraði hins vegar með þristi fyrir Þór. Staðan 48-46.22 min: Allt í járnum í upphafi þriðja leikhluta. Guðmundur Jónsson með góðan þrist og jafnar leikinn fyrir Þór. 43-43 er staðan.20 min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan er 37-36 í háfleik. Bæði lið að spila fína vörn en sóknarleikurinn mætti vera betri. Fannar Helgason er stigahæstur í liði Stjörnunnar með 11 stig og komu þau öll í fyrsta leikhluta. Robert Diggs er með 10 stig fyrir Þór Þorlákshöfn.19. min: Þór Þ. á góða rispu og minnkar muninn niður í eitt stig þegar hálf mínúta er eftir, 37-36. Teitur óánægður með sína menn og tekur leikhlé.18 min: Kjartan Atli Kjartansson er kominn inn á í liðið Stjörnunnar. Hann skartar sérstaklega glæsilegri grímu sem vekur athygli. Fyrsta skot hans í leiknum er þó ekki gott; "air-ball".17 min: Leikmenn Þórs Þ. að hressast og eru að minnka muninn. Staðan 36-31. 15 min: Robert Diggs í liði Þórs Þ. kom með fína troðslu fyrir áhorfendur og skoraði loksins fyrir Þór sem hafði verið í miklu basli sóknarlega. Staðan 31-24.14 min: Sóknarleikurinn er mjög tilviljunarkenndur hjá Þór Þ. sem stendur og lítið gengur. Jovan Zdraveski skutlar niður góðum þrist. Staðan 29-20 fyrir heimamenn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ. allt annað en sáttur.12 min: Stjörnumenn halda forystunni í upphafi annars leikhluta. Eru yfir 26-20.10 min: Staðan 19-15 fyrir Stjörnuna eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði með liðunum en gestirnir frá Þorlákshöfn þurfa að bæta sóknarleikinn. Stefnir í spennandi leik.8 min: Fannar Helgason er frábær í upphafi leiks. Hann er kominn með 11 stig fyrir heimamenn sem eru yfir 17-13.6 min: Stjörnumenn hafa bætt varnarleikinn frá því á fyrstu mínútum leiksins og eru nú komnir yfir. Fannar Helgason kominn með sjö stig. Staðan 13-10.4 min: Fannar Freyr Helgason hefur byrjað leikinn vel í liði Stjörnunnar og hefur skorað 6 af 8 stigum liðsins. Staðan 8-10.2 min: Jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Þór það aðeins betri sóknarlega og leiða 3-6.0 min: Bæði lið eru með 4 stig í Dominos-deild karla eftir þrjá leiki. Þór Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Grindavíkur sannfærandi í þriðju umferð. Stjarnan hefur einnig farið vel af stað en töpuðu á útivelli fyrir Snæfelli í síðustu umferð. 0 min: Það eru telpur úr minibolta Stjörnunar fæddar árið 1995 og 1996 sem fylgja leikmönnum Stjörnunnar á leikvöll. Það er fín stemmning í húsinu og má búast við hörkuleik. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Stjarnan er komið á topp Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir góðan sigur á Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld, 77-62. Jafnræði var með liðunum framan af leik en leiðir skildu í fjórða leikhluta þegar Stjarnan spilaði frábæra vörn. Staðan í hálfleik var 37-36 fyrir Stjörnuna sem lék mun betur í síðari hálfleik. Þegar 4:15 var eftir á klukkunni í fjórða leikhluta hafði Þór ekki skorað stig í leikhlutanum og heimamenn náð góðri forystu. Það er hreinlega alltof mikið gegn sterku liði Stjörnunnar sem vann því góðan sigur. Stjarnan hefur hlotið sex stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni en Þór Þ. er með fjögur. Fannar Helgason var stigahæstur í liði Stjörnunnar í kvöld en hann skoraði 17 stig og tók 13 fráköst. Brian Mills og Jovan Zdravevski komu næstir með 15 stig. Hjá Þór Þ. var Guðmundur Jónsson atkvæðamestur með 16 stig og flest þeirra og þriggja stiga körfum.Benedikt: „Gerum ekkert af viti síðustu 13 mínúturnar" „Síðustu 13 mínúturnar í leiknum þá gerum við ekkert af viti. Það voru 4:15 á klukkunni þegar fyrsta stigið kemur í fjórða leikhluta og því miður þá hefur þetta verið of oft svona hjá okkur í vetur. Þetta er ekki fyrsti leikurinn þar sem við eigum afleitan fjórða leikhluta," sagði ósáttur Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór Þorlákshafnar. „Það gerist eitthvað hugarfarslega í sóknarleiknum sem við þurfum að finna lausn á. Við vorum að missa mjög mörg auðveld skot. Við vissum það fyrir leikinn að allir þyrftu helst að eiga góðan leik til að vinna hérna. Því miður átti enginn góðan leik." Guðmundur er þó ekki áhyggjufullur þrátt fyrir slæman leik hjá sínum mönnum í kvöld. „Þetta er bara einn leikur og við erum alveg rólegir. Það er nóg eftir af þessu tímabili og við eigum eftir að bæta okkur."Teitur Örlygs: „Við tókum varnarleikinn í gegn" „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur því Þór er með frábært lið. Við tókum varnarleikinn í gegn frá því í síðasta leik en þar fengum við á okkur 110 stig. Nú fáum við á okkur 62 stig sem er allt annað," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við töluðum um það fyrir leikinn að við yrðum að mæta hörkunni sem Þórsliðið er þekkt fyrir. Ef þú mætir ekki ákveðinn í leik gegn Þór þá tapar þú. Það var flott grimmd í mínum mönnum og baráttan til fyrirmyndar." Byrjun Stjörnunnar lofar góðu en liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum. „Við erum búnir að spila gegn mörgum sterkum liðum. Það er lítill getumunur á milli liða í deildinni og það verður að mæta í alla leiki. Ég finn fyrir meiri stöðugleika í liðinu í ár en á síðasta tímabili. Það er meiri ró í liðinu. Við erum með nýtt sóknarkerfi og ég er sannfærður um að við eigum eftir að verða betri. Brian Mills lofar mjög góðu og er að hjálpa liðinu mikið."Stjarnan-Þór Þ. 77-62 (19-15, 18-21, 26-18, 14-8)Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 17/13 fráköst, Brian Mills 15/12 fráköst/4 varin skot, Jovan Zdravevski 15, Dagur Kár Jónsson 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 10/5 fráköst/14 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 9/5 fráköst.Þór Þ.: Guðmundur Jónsson 16/7 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/6 stolnir, Benjamin Curtis Smith 11, Robert Diggs 10/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 8/4 fráköst, Darrell Flake 6/6 fráköst. Hér að neðan má sjá beina lýsingu frá leiknum.Bein lýsing frá leiknum:Leik lokið: Lokatölur 72-62 fyrir Stjörnuna sem áttu sigurinn fyllilega skilið. Liðið lék góða vörn og vann að lokum öruggan sigur. Þórsarar áttu slakan dag og þá sérstaklega sóknarlega.38 min: Stjarnan með 13 stiga forystu, 75-62 þegar lítið er eftir. Hörmuleg byrjun Þórs í fjórða leikhluta kemur í bakið á þeim.37 min: Dæmdur er ásetningur á Darrell Flake þegar hann reyndi að blaka burtu skoti frá Fannari Helgasyni hjá Stjörnunni. Staðan 69-59 og lítið sem bendir til annars en að heimamenn fari með sigur af hólmi.36 min: Stórfréttir! Guðmundur Jónsson skorar fyrstu stig Þórs í fjórða leihluta þegar 4:11 eru eftir á klukkunni. Staðan er 66-56 fyrir Stjörnuna.35 min: Hiti er farinn að færast í leikinn. Þeir Justin Shouse hjá Stjörnunni og Davíð Ágústsson hjá Þór berjast full harkalega um boltann og þurfti Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, að stíga þá í sundur.34 min: Það gengur ekkert hjá Þór. Liðið er ekki búið að skora stig í lokaleikhlutanum þegar þrjár og hálf mínúta er liðin. Stjarnan að spila góðan varnarleik og heppnin alls ekki með Þór.32 min: Justin Shouse með góða körfu og kemur Stjörnunni í 65-54. Guðmundur tekur leikhlé fyrir Þór enda er sóknarleikur liðsins ekki góður.30 min: Dagur Kr. Jónsson reynir skot frá miðju þegar leiktíminn rennur út og fer skot hans í spjalið og í hringinn en ekki niður. Stjarnan átti góða rispu undir lok þriðja leikhluta og er staðan 63-54 fyrir heimamenn. Þetta er mesta forysta sem Stjarnan hefur haft í leiknum.29. min: Jovan með þrist fyrir Stjörnuna og svo skorar Dagur Kr. Jónsson úr skoti undir körfunni og fær víti að auki í næstu sókn. Staðan 62-54 fyrir heimamenn. Benedikt Guðmundsson tekur leikhlé enda dapur kafli hjá gestunum í Þór. Hann lætur sína menn heyra það.28 min: Brian Mills skorar út tveimur vítum og kemur Stjörnunni í 57-54. Tekur svo gott varnarfrákast í næstu sókn.27 min: Menn eru aðeins að hitna fyrir utan þriggja stiga línuna. Guðmundur Jónsson kemur Þór yfir 53-54.25 min: Brian Mills gleður áhorfendur Stjörnunnar með flottri troðslu.24 min: Dagur Kr. Jónsson í Stjörnunni með góðan þrist. Hann er sonur Jóns Kr. Gíslasonar, goðsagnar úr Keflavík. Guðmudur Jónsson svaraði hins vegar með þristi fyrir Þór. Staðan 48-46.22 min: Allt í járnum í upphafi þriðja leikhluta. Guðmundur Jónsson með góðan þrist og jafnar leikinn fyrir Þór. 43-43 er staðan.20 min: Öðrum leikhluta lokið. Staðan er 37-36 í háfleik. Bæði lið að spila fína vörn en sóknarleikurinn mætti vera betri. Fannar Helgason er stigahæstur í liði Stjörnunnar með 11 stig og komu þau öll í fyrsta leikhluta. Robert Diggs er með 10 stig fyrir Þór Þorlákshöfn.19. min: Þór Þ. á góða rispu og minnkar muninn niður í eitt stig þegar hálf mínúta er eftir, 37-36. Teitur óánægður með sína menn og tekur leikhlé.18 min: Kjartan Atli Kjartansson er kominn inn á í liðið Stjörnunnar. Hann skartar sérstaklega glæsilegri grímu sem vekur athygli. Fyrsta skot hans í leiknum er þó ekki gott; "air-ball".17 min: Leikmenn Þórs Þ. að hressast og eru að minnka muninn. Staðan 36-31. 15 min: Robert Diggs í liði Þórs Þ. kom með fína troðslu fyrir áhorfendur og skoraði loksins fyrir Þór sem hafði verið í miklu basli sóknarlega. Staðan 31-24.14 min: Sóknarleikurinn er mjög tilviljunarkenndur hjá Þór Þ. sem stendur og lítið gengur. Jovan Zdraveski skutlar niður góðum þrist. Staðan 29-20 fyrir heimamenn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ. allt annað en sáttur.12 min: Stjörnumenn halda forystunni í upphafi annars leikhluta. Eru yfir 26-20.10 min: Staðan 19-15 fyrir Stjörnuna eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði með liðunum en gestirnir frá Þorlákshöfn þurfa að bæta sóknarleikinn. Stefnir í spennandi leik.8 min: Fannar Helgason er frábær í upphafi leiks. Hann er kominn með 11 stig fyrir heimamenn sem eru yfir 17-13.6 min: Stjörnumenn hafa bætt varnarleikinn frá því á fyrstu mínútum leiksins og eru nú komnir yfir. Fannar Helgason kominn með sjö stig. Staðan 13-10.4 min: Fannar Freyr Helgason hefur byrjað leikinn vel í liði Stjörnunnar og hefur skorað 6 af 8 stigum liðsins. Staðan 8-10.2 min: Jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar. Þór það aðeins betri sóknarlega og leiða 3-6.0 min: Bæði lið eru með 4 stig í Dominos-deild karla eftir þrjá leiki. Þór Þorlákshöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Grindavíkur sannfærandi í þriðju umferð. Stjarnan hefur einnig farið vel af stað en töpuðu á útivelli fyrir Snæfelli í síðustu umferð. 0 min: Það eru telpur úr minibolta Stjörnunar fæddar árið 1995 og 1996 sem fylgja leikmönnum Stjörnunnar á leikvöll. Það er fín stemmning í húsinu og má búast við hörkuleik.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum