Nefna Tröllakirkju sem hæsta fjall Vestfjarða Kaldbakur hefur löngum verið talinn hæsta fjall Vestfjarða, 998 metra hátt. Strandamenn stríða hins vegar öðrum Vestfirðingum með því að Tröllakirkja á Holtavörðuheiði sé þremur metrum hærri. Hún sé í Strandasýslu, sem teljist til Vestfjarða, og verðskuldi því fremur titilinn. Innlent 29. mars 2022 22:11
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29. mars 2022 21:07
Innan við eitt prósent eigenda eiga næstum allan bankann Innan við eitt prósent eigenda Íslandsbanka á næstum allan bankann en lífeyrissjóðir fara með fjórðungshlut. Fjórir einstaklingar eru meðal hundrað stærstu eigenda. Viðskipti innlent 29. mars 2022 19:30
Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. Innlent 29. mars 2022 19:20
Flokkur fólksins svarar engu um stjórnarsetu sonar Ingu Sælands Flokkur fólksins hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Innherja sem snúa að þeirri ákvörðun flokksins að tilnefna son formannsins í stjórn Íslandspósts. Baldvin Örn Ólason, sonur Ingu Sælands og starfsmaður flokksins, kom á dögunum nýr inn í stjórn ríkisfyrirtækisins en engar upplýsingar er að finna um fyrri störf hans eða menntun. Klinkið 29. mars 2022 17:15
Hnýtur um viðbrögð borgarstjóra og segir framtíð íþrótta bjarta Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að til þess að lausn fáist í umræðunni um nýjan þjóðarleikvang þurfi að ljúka samtali sem hófst árið 2018 um að samkomulag þyrfti að nást milli ríkis og borgar um fjárhagslegt framlag. Engar fjárhagslegar skuldbindingar varðandi þjóðarleikvang er að finna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023-2027. Innlent 29. mars 2022 16:37
Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Innlent 29. mars 2022 16:31
Þurfa meira fjármagn til að gera meira en bara að slökkva elda Veðurstofan þarf að bæta upp tæplega 130 milljóna króna halla á næstu tveimur árum en starfsmenn telja niðurskurðaraðgerðir koma verulega niður á getu stofnunarinnar til að sinna brýnum verkefnum. Sérfræðingur á Veðurstofunni telur ljóst að auka þurfi fjármagn til stofnunarinnar í stað þess að skera niður. Innlent 29. mars 2022 16:19
„Þetta er ömurlegt ástand og þjóðinni ekki bjóðandi“ Hver á fætur öðrum fóru stjórnarandstöðuþingmenn í pontu nú síðdegis og fordæmdu afdráttarlaust orð Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra þess efnis að stjórnarandstaðan væri með þingið í gíslingu. Nýr þingmaður, Hilda Jana, sló þingheim út af laginu þegar hún lýsti ástandinu á þinginu sem óbærilegu. Innlent 29. mars 2022 16:14
Ný Tónlistarmiðstöð líti dagsins ljós á næsta ári Áætlað er að ný Tónlistarmiðstöð taki til starfa í upphafi næsta árs. Henni er ætlað að sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistarlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Innlent 29. mars 2022 15:55
Sögðu Alþingi að huga að fyrstu kaupendum frekar en íbúðareigendum Stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa áhyggjur af því að skortur á fasteignum og miklar hækkanir fasteignaverðs geri það að verkum að ómögulegt verði fyrir ungt fólk að komast inn á markaðinn. Að þeirra mati eiga aðgerðir stjórnvalda frekar að beinast að fyrstu kaupendum heldur en þeim sem hafa nú þegar keypt sér fasteign. Innherji 29. mars 2022 15:01
Ekkert fundarboð vegna „mikilmennskuæðis“ stjórnarflokkanna Í morgun var fjármálaáætlun til næstu fimm ára kynnt en það fórst fyrir að bjóða tveimur áheyrnarfulltrúum stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd á kynninguna. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins að hann hefði fylgst með tölvupóstinum sínum til miðnættis í von um fundarboð en það barst aldrei. Innlent 29. mars 2022 14:42
Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Skoðun 29. mars 2022 14:01
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. Innlent 29. mars 2022 13:49
Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjarstjóraefni Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans. Innlent 29. mars 2022 13:30
Grænar almenningssamgöngur Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst. Skoðun 29. mars 2022 13:30
Andstaða við skipulagðar umferðartafir Umferðatafir hafa mjög neikvæð áhrif á efnahag, draga úr kaupmætti launa, skerða hagnað fyrirtækja, og draga þar af leiðandi úr tekjum ríkis og sveitarfélaga. Þá ganga umferðatafir á frítíma fólks og því ekki undarlegt að það sé almennt mótfallið vísvitandi umferðartöfum. Umræðan 29. mars 2022 13:01
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. Innlent 29. mars 2022 12:26
Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Körfubolti 29. mars 2022 11:49
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. Innlent 29. mars 2022 11:33
Bjarney leiðir lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð Bjarney Bjarnadóttir, grunnskólakennari og meistaranemi í forystu- og stjórnun, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og Viðreisnar í komandi sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Innlent 29. mars 2022 09:56
Sparistellið hennar ömmu Við þekkjum öll fallega sparistellið hennar ömmu, oftar en ekki dýrgripir sem hafa gengið í erfðir frá mömmu hennar eða frænku, grunnir diskar, djúpir diskar og hliðardiskar með gylltum röndum og helst auðvitað úr eðal fínu postulíni. Skoðun 29. mars 2022 09:31
„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. Innlent 29. mars 2022 09:00
Hvar eru þingmenn Norðausturlands? Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið. Skoðun 29. mars 2022 08:31
Horfur í ríkisrekstrinum batnað til muna Skuldahorfur hins opinbera hafa batnað og er gert ráð fyrir minni halla en áður var spáð vegna heimsfaraldursins. Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun fyrir árin 2023 til 2027 í morgun. Viðskipti innlent 29. mars 2022 08:16
Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Innlent 29. mars 2022 08:02
Frían mat í grunnskóla Kópavogs Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Skoðun 29. mars 2022 07:31
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. Viðskipti innlent 28. mars 2022 21:00
Fiskeldi í Seyðisfirði – töfralausn eða tímaskekkja? Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt Skoðun 28. mars 2022 20:00
Þingmenn vilja að Ásmundur rannsaki aðstæður barna innan trúfélaga á Íslandi Hópur þingmanna þvert á flokka hefur óskað eftir skýrslu frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu barna innan trúfélaga. Skýrslubeiðnin er sett fram vegna fjölda þeirra sem hafa stigið fram í fjölmiðlum og lýst reynslu sinni í sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Innlent 28. mars 2022 16:46