Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 23:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í hlutverki gestgjafa fundarins. Vísir/Dúi Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir