Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 23:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í hlutverki gestgjafa fundarins. Vísir/Dúi Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira