Geðheilbrigði: Orð eru til alls fyrst Á örfáum áratugum hefur samfélagið borið gæfu til þess að lyfta geðheilbrigðismálum ofar og ofar í forgangsröðuninni. Þar er enginn hópur undanskilinn; allt frá börnum til eldri borgara og allt litrófið þar á milli. Skoðun 7. október 2022 12:00
Tillaga Arons aftur vinsælust: „Þetta var náttúrulega bara rýtingur í bakið“ Aron Kristinn Jónasson, söngvari og meðlimur í tvíeykinu ClubDub, segir það hafa verið eins og að fá rýting í bakið þegar Reykjavíkurborg ógilti hugmynd hans um að reisa styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug vorið 2021. Hann hefur ekki gefist upp og reynir nú aftur. Innlent 7. október 2022 10:50
Vill fá afsökunarbeiðni frá Ingu, Guðmundi og konunum þremur Frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri vill fá afsökunarbeiðni frá forystu flokksins og konunum þremur sem hafa sakað hann og tvo aðra menn um óásættanlega framkomu. Hann segist ekki efast um niðurstöður óháðrar rannsóknar. Innlent 7. október 2022 06:58
Fyrrverandi þingmenn á Bandaríkjaþingi segja rödd Íslands mikilvæga Fyrrverandi þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings segja rödd Íslands skipta miklu máli á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn geti margt lært af Íslendingum. Heimir Már hitti nokkra fyrrverandi fulltrúadeildarþingmenn í dag. Innlent 6. október 2022 20:01
Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Erlent 6. október 2022 19:21
Orkumálaráðherra birtir óhefðbundna „táslumynd“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra virðist ekki hafa misst húmorinn þrátt fyrir að hafa ökklabrotnað í morgun. Ráðherrann birti mynd af sér þar sem hann lá á Landspítalanum og spurði hvort „táslumyndir væru ekki í tísku.“ Lífið 6. október 2022 15:22
Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. Innlent 6. október 2022 15:13
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. Innlent 6. október 2022 14:35
Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. Innlent 6. október 2022 14:01
Dapurlega lítill stuðningur við breiða ríkisstjórn Einungis fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðuna nokkuð dapurlega og telur erfiðan þingvetur fram undan. Brestir í stjórnarsamstarfinu hafi komið fram eftir faraldurinn. Innlent 6. október 2022 12:30
Sama hvaðan gott kemur Sterk fjárhagsstaða stærstu útgerðarfélaga landsins hefur m.a. leitt til þess að fjárfestingar þeirra út fyrir greinina hafa verið verulegar. Sjávarútvegur er ein mikilvægasta stoð íslensks efnahagslífs en vegna smæðar sinnar er íslenskt samfélag sérstaklega viðkvæmt fyrir uppsöfnun eigna og áhrifa á fárra hendur. Það dregur úr virkri samkeppni með tilheyrandi afleiðingum fyrir atvinnulífið og neytendur. Skoðun 6. október 2022 12:30
Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4.10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Skoðun 6. október 2022 12:00
Sameiginleg verkefni Fyrir skömmu síðan sat ég opnun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Skilaboðin þar voru skýr. Heimsfaraldur, stríðsátök og loftslagsváin hafa gert það að verkum að okkur miðar ekki fram á við í verkefninu að gera heiminn að betri stað. Skoðun 6. október 2022 11:31
Vífilsstaðir og óheilindi ráðamanna Þorsteinn sálugi Gylfason heimspekiprófessor var ritfær maður, skýr og skemmtilegur. Þannig fór hann á kostum í inngangi sínum að Birtingi eftir Voltaire, en sú bók er einn af hornsteinum heimsmenningarinnar, eins og alkunna er. Skoðun 6. október 2022 08:31
Sendiráðið við Laufásveg hýsi flóttafólk Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni. Innlent 6. október 2022 06:54
Boðar skólastjórnendur á fund vegna umræðu um kynferðisbrot Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur boðað skólastjórnendur á fund um viðbrögð við kynferðisofbeldi í framhaldsskólum. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á innleiðingu viðbragðsáætlana og kynningu þeirra í skólunum. Innlent 5. október 2022 17:47
Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Innlent 5. október 2022 17:36
Segist aldrei hafa haft samband við Brynjólf til að hóta brottrekstri Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hvorki hafa hótað því að rekja Brynjólf Ingvarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri, úr flokknum né að draga slíka hótun til baka. Innlent 5. október 2022 14:04
Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. Innlent 5. október 2022 13:59
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. Innlent 5. október 2022 13:44
Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Skoðun 5. október 2022 13:01
Stöðvum okrið á leigjendum Leigjendur á Íslandi búa við mjög erfiða stöðu. Á síðustu árum hefur leiga farið hækkandi og var há fyrir. Þegar stærstur hluti heildarráðstöfunartekna þinna fer í húsnæðið, þá getur þú ekki leyft þér ýmislegt sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Skoðun 5. október 2022 11:30
Ríkið reyndi að ná fram sáttum í talningamálinu Ríkið hefur boðið fram sáttir í máli tveggja frambjóðanda er varðar umdeilda talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Málið verður tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu á næstunni. Innlent 5. október 2022 06:28
Fjöldi umdeildra mála á málaskrá ríkisstjórnar í vetur Ríkisstjórnin fyrir hugar að leggja 178 mál fyrir Alþingi í vetur. Mörg málanna eru umdeild eins og frumvörp dómsmálaráðherra um útlendinga, fækkun sýslumannsembætta og um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Innlent 4. október 2022 19:20
Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram. Innlent 4. október 2022 14:01
Hver vitleysan rekur aðra Starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík er víða í uppnámi. Áralöng vanræksla innviða og innantóm fyrirheit um hvers kyns endurbætur skilja fjölskyldur eftir í þröngri stöðu. Skoðun 4. október 2022 11:01
Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ. Innlent 4. október 2022 09:09
Foreldrar í Laugardal fagna ákvörðun skóla- og frístundaráðs Byggt verður við alla þrjá grunnskólana í Laugardal til að mæta fjölgun nemenda í hverfinu ef nýsamþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur nær fram að ganga. Þetta ákvað ráðið á fundi í dag. Foreldrar í hverfinu anda léttar eftir margra mánaða baráttu. Innlent 3. október 2022 23:30
Hjákátleg tilraun með nafn Einu sinni var í litlu þorpi einstæð móðir með son sinn. Hann hét Haraldur, kallaður Halli. Skoðun 3. október 2022 20:31
Tvö dótturfélög Orkuveitunnar ætla að sækja 50 milljarða í nýtt hlutafé Tvö dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, Ljósleiðarinn og Carbfix, áforma að sækja sér samanlagt um 50 milljarða króna í nýtt hlutafé á næsta ári til að standa undir þeim miklu fjárfestingum sem eru boðaðar. Áætlanir gera ráð fyrir að sú hlutafjáraukning verði að minnsta kosti að hluta til með aðkomu annarra fjárfesta en OR. Innherji 3. október 2022 17:00