Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalarleyfishafa frá Gasa Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 08:39 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Ísraels á dögunum til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. Vísir/Einar Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi átt símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, síðastliðinn þriðjudag til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. „Sendinefnd utanríkisráðuneytisins hefur undanfarnar vikur unnið að því að greiða fyrir för fólksins og átt í virkum samskiptum við fulltrúa egypskra og ísraelskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja á svæðinu. Sú vinna hefur nú borið tilætlaðan árangur. Í þessum samskiptum kom fram að listi Íslands væri einstakur þar sem þar eru einungis dvalarleyfishafar, en engir íslenskir ríkisborgarar. Önnur ríki hafa þannig í mestum mæli veitt eigin ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra liðsinni í þessum efnum. Framgangur málsins hefur því verið háður afgreiðsluhraða og afstöðu stjórnvalda á svæðinu, en sendinefnd Íslands getur aðeins starfað eftir þeim löglegu diplómatísku ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld hafa sett um framkvæmd slíkra mála. Þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er það á þeirra ábyrgð að komast til Íslands fyrir eigin rammleik. Engin almenn skylda hvílir þannig á íslenskum stjórnvöldum til að greiða för þeirra. Í ljósi þeirra einstöku aðstæðna sem uppi eru á svæðinu var þó ákveðið að leggja í sérstakt verkefni hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu. Taka vel á móti þessum einstaklingum Haft er eftir Bjarna að íslensk stjórnvöld muni nú leggja sig fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, sem hafi lifað hörmungar að undanförnu. „Heildarsýn stjórnvalda í útlendingamálum var kynnt nýlega, en þær breytingar skipta ekki síst máli til að tryggja að þessi fordæmalausa aðgerð skapi ekki umframþrýsting á íslensk kerfi,“ segir Bjarni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Í samvinnu við sveitarfélög þar sem fjölskyldur búi Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að undirbúningur fyrir komu þessa hóps hafi staðið yfir síðustu misseri. Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við þau sveitarfélög þar sem fjölskylda þeirra hér á landi búi. Flestir dvalarleyfishafar frá Gaza gangi inn í svokallaða samræmda móttöku flóttafólks í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldumeðlimir þeirra hér á landi eigi heima. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, IOM, og hefur Vinnumálastofnun undanfarnar vikur og mánuði átt í samskiptum við IOM vegna fólksins. Vinnumálastofnun hefur óskað eftir því að IOM muni flytja fólkið til Íslands og er nú unnið að skipulagningu þess verkefnis. IOM veitir fólkinu einnig aðstoð í Kaíró og felst aðstoðin meðal annars í heilsufarsskoðun og gistingu fram að ferðalaginu til Íslands,“ segir í tilkynningunni. Fagnar því að fólkið sé á leið til landsins Þá er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að margt fólk hafi lagt á sig ómælda vinnu við að koma dvalarleysishöfum í öruggt skjól á Íslandi og eigi miklar þakkir skildar. „Ég fagna því innilega að fólkið sé nú á leið til landsins og sameinist hér fjölskyldum sínum.“ Þá segist ráðherrann hafa fundað með fulltrúum IOM þar sem við til umræðu var aðkoma stofnunarinnar að þessu máli og samstarf íslenskra stjórnvalda við hana. „Ég kom á framfæri þökkum til þeirra fyrir frábært samstarf við erfiðar aðstæður,“ segir Guðmundur Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins. Þar segir að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi átt símafund með Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, síðastliðinn þriðjudag til að greiða fyrir afgreiðslu málsins. „Sendinefnd utanríkisráðuneytisins hefur undanfarnar vikur unnið að því að greiða fyrir för fólksins og átt í virkum samskiptum við fulltrúa egypskra og ísraelskra stjórnvalda auk fulltrúa annarra ríkja á svæðinu. Sú vinna hefur nú borið tilætlaðan árangur. Í þessum samskiptum kom fram að listi Íslands væri einstakur þar sem þar eru einungis dvalarleyfishafar, en engir íslenskir ríkisborgarar. Önnur ríki hafa þannig í mestum mæli veitt eigin ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra liðsinni í þessum efnum. Framgangur málsins hefur því verið háður afgreiðsluhraða og afstöðu stjórnvalda á svæðinu, en sendinefnd Íslands getur aðeins starfað eftir þeim löglegu diplómatísku ferlum sem ísraelsk og egypsk stjórnvöld hafa sett um framkvæmd slíkra mála. Þegar einstaklingar fá dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar er það á þeirra ábyrgð að komast til Íslands fyrir eigin rammleik. Engin almenn skylda hvílir þannig á íslenskum stjórnvöldum til að greiða för þeirra. Í ljósi þeirra einstöku aðstæðna sem uppi eru á svæðinu var þó ákveðið að leggja í sérstakt verkefni hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni frá utanríkisráðuneytinu. Taka vel á móti þessum einstaklingum Haft er eftir Bjarna að íslensk stjórnvöld muni nú leggja sig fram við að taka vel á móti þessum einstaklingum, sem hafi lifað hörmungar að undanförnu. „Heildarsýn stjórnvalda í útlendingamálum var kynnt nýlega, en þær breytingar skipta ekki síst máli til að tryggja að þessi fordæmalausa aðgerð skapi ekki umframþrýsting á íslensk kerfi,“ segir Bjarni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.Vísir/Vilhelm Í samvinnu við sveitarfélög þar sem fjölskyldur búi Á vef félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins segir að undirbúningur fyrir komu þessa hóps hafi staðið yfir síðustu misseri. Vinnumálastofnun vinni að móttöku fólksins hér á landi í samráði við þau sveitarfélög þar sem fjölskylda þeirra hér á landi búi. Flestir dvalarleyfishafar frá Gaza gangi inn í svokallaða samræmda móttöku flóttafólks í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldumeðlimir þeirra hér á landi eigi heima. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina, IOM, og hefur Vinnumálastofnun undanfarnar vikur og mánuði átt í samskiptum við IOM vegna fólksins. Vinnumálastofnun hefur óskað eftir því að IOM muni flytja fólkið til Íslands og er nú unnið að skipulagningu þess verkefnis. IOM veitir fólkinu einnig aðstoð í Kaíró og felst aðstoðin meðal annars í heilsufarsskoðun og gistingu fram að ferðalaginu til Íslands,“ segir í tilkynningunni. Fagnar því að fólkið sé á leið til landsins Þá er haft eftir Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að margt fólk hafi lagt á sig ómælda vinnu við að koma dvalarleysishöfum í öruggt skjól á Íslandi og eigi miklar þakkir skildar. „Ég fagna því innilega að fólkið sé nú á leið til landsins og sameinist hér fjölskyldum sínum.“ Þá segist ráðherrann hafa fundað með fulltrúum IOM þar sem við til umræðu var aðkoma stofnunarinnar að þessu máli og samstarf íslenskra stjórnvalda við hana. „Ég kom á framfæri þökkum til þeirra fyrir frábært samstarf við erfiðar aðstæður,“ segir Guðmundur Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Utanríkismál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17 Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera? Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár. 5. mars 2024 07:17
Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist. 28. febrúar 2024 16:31