Framsókn hvetur sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 08:11 Vel hefur gengið í kjaraviðræðum stéttarfélaga breiðfylkingarinnar innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga. Samningar gætu jafnvel legið fyrir í dag. Stöð 2/Einar Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins hvetur sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Í ályktun ráðsins sem samþykkt var á fundi í gærkvöldi segir að lækkun vaxta auki kaupmátt allra heimila. Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sveitarstjórnarráð Framsóknar styður að ríki og sveitarfélög tryggi gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafi samþykkt. Enda setji Framsókn barnafjölskyldur í forgang. Jafnframt styðji ráðið að dregið verði úr gjaldskrárhækkunum sem snúa að barnafjölskyldum. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að samningaviðræður breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins væru á lokametrunum og þeim gæti jafnvel lokið í dag. Sátt væri um aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlaði að grípa til í tengslum við samningana. Hins vegar stæði á sveitarfélögunum. Yfirlýsing þeirra væri allt of loðin og ekkert fast í hendi í henni um að sveitarfélögin ætli að tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Þá hefðu sveitarfélögin ekki heldur útfært hvernig þaug hyggðust draga hluta gækkana á gjaldskrám þeirra frá áramótum til baka, sem væri forsenda þess að skrifað yrði undir nýja kjarasamninga. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að sveitarfélögin hefðu ekki gefið út afgerandi sameiginlega yfirlýsingu um aðkomu þeirra að kjarasamningum til fjögurra ára.Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði borgina ætla að ganga að kröfum verkalýðshreyfingarinnar bæði varðandi gjaldskrárlækkanir og skólamáltíðir. Sveitarfélögin myndu hagnast mikið á hóflegum kjarasamningum, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann vonaði að sveitarfélögin muni almennt taka þátt í þessum aðgerðum. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er mikil andstaða við það meðal sveitarfélaga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihlutasamstarfi að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Jafnvel í Hafnarfirði þar sem það var þó í meirihlutasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Verðlag Grunnskólar Tengdar fréttir Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21 Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45 Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Sveitarfélögin geta komið í veg fyrir undirritun kjarasamninga Kjarasamningar eru á lokametrunum og gætu jafnvel legið fyrir á morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir hins vegar að ekki verði skrifað undir samninga nema sveitarfélögin gefi skýr svör varðandi framlag þeirra. Þau muni hagnast mikið á kjarasamningum. 5. mars 2024 19:21
Sveitarfélögin tali skýrt um gjaldskrárlækkanir og fríar skólamáltíðir Ekki verður skrifað undir nýja kjarasamninga nema sveitarfélögin leggi skýrt fram til hvaða aðgerða þau eru reiðubúin að grípa til að tryggja frið á vinnumarkaði næstu fjögur árin, að sögn formanns Starfsgreinasambandsins. Hann er hins vegar bjartsýnn á að leyst verði úr þeim ágreiningsefnum sem eftir eru í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. 5. mars 2024 11:45
Atkvæðagreiðsla hafin um verkfall ræstingarfólks Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins eru að falla á tíma eftir að Efling hóf atkvæðagreiðslu um verkfall ræstingarfólks í dag. Helstu hindranir eru ósamkomulag um uppsagnavernd og óvissa um hvort sveitarfélögin sættist á gjaldfrjálsar skólamáltíðir. 4. mars 2024 19:21