Innlent

Leita að parísarhjólsstjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona gæti parísarhjólið litið út á Miðbakka.
Svona gæti parísarhjólið litið út á Miðbakka. Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg leitar að samstarfsaðila til að reka parísarhjól á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Þetta kemur fram á vef borgarinnar.

Verkefnið kom upp í skýrslu um tækifæri fyrir haftengda upplifun í Reykjavík haustið 2023 og var samþykkt að vinna það áfram. Mögulegur rekstraraðili mun standa allan straum af uppsetningu og rekstri parísarhjóls, en framlag borgarinnar til samstarfsins yrðu afnot af lóð Faxaflóahafna í fyrirfram ákveðinn tíma.

Frestur til að skila inn tillögum að samstarfi er til 22. mars kl 14:00.

Hæðartakmörkun: Vegna staðsetningar sem er beint undir fluglínu fyrir flugbraut 01-19 eru 30 metra hæðartakmarkanir á mögulegu parísarhjóli.

Stærð svæðis sem borgin gæti lagt til undir verkefnið er 725 fermetrar. Á svæðinu ætti að vera hægt að koma fyrir 20 metra löngum vagni með Parísarhjóli.

Árstíð: Um sumarafþreyingu væri að ræða, tímabilið er maí – september.

Öryggiskröfur: Rekstraraðili þarf að skila inn gögnum um að hjólið og búnaðurinn þoli íslenskar aðstæður þ.m.t. vindálag og jarðhræringar. Frekari útlistun á kröfum varðandi öxulþyngd vagnsins má finna í athugun Verkís um parísarhjól á Miðbakka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×