Þingpallarnir opnir eins og aðra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 14:38 Þingvörður reynir að fjarlægja karlmanninn af þingpöllunum. Ásmundur Friðriksson Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ávarpaði þingið í upphafi fundar klukkan 13:30 í dag vegna atviksins. Þá byrjaði hælisleitandi á þingpöllunum að kalla á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra þar sem hún var nýbyrjuð að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Var maðurinn fjarlægður ásamt tveimur til viðbótar. Þar sagði hann að samkvæmt stjórnarskrárlögum væri Alþingi friðheilagt og engin mætti raska friði þess eða frelsi. „Þingfundir eru haldnir í heyranda hljóði og almenningur getur fylgst með störfum þess. Það er mikilvægur liður í þeirri lýðræðislegu skipan sem við búum við,“ sagði Birgir. „Í því felst hins vegar ekki réttur til að trufla starfsemi þingsins eða raska með öðrum hætti störfum þess.“ Birgir sagði öryggismál sem varði þingið og þingmenn að sjálfsögðu stöðugt til skoðunar og endurmats. Atvik sem komi upp hafi að sjálfsögðu áhrif á það mat. Dæmi um það sé atvikið í gær. „Það verður farið vel yfir verklag og öryggisráðstafanir sem tilefni er til að gera af því tilefni,“ sagði Birgir. Hann væri í góðu samtali við starfsmenn þingsins sem beri ábyrgð á öryggismálum og lögreglu. Ragna Árnadóttir er skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/Vilhelm Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í raun og veru ekkert breytt eftir atburði gærdagsins. Stöðugt samtal eigi sér einfaldlega stað milli lögreglu og Alþingis þegar komi að lögregluráðstöfunum. Lögregla fjarlægði manninn í gær en fram kom í frétt Mbl.is að hann hefði ekki verið handtekinn heldur komið í viðeigandi úrræði. Ragna segir þingpallana opna í dag eins og aðra daga. Tveir lögreglumenn séu á vakt eins og sé allajafna þegar þingið er við störf. Tveir lögreglumenn hafa verið á slíkri vakt síðan þingið gerði samstarfs- og þjónustusamning við ríkislögreglustjóra fyrir um tveimur árum.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir „Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01 Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
„Mér brá auðvitað við þegar þetta kom upp“ Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum. 4. mars 2024 19:01
Öskraði af þingpöllunum á dómsmálaráðherra Fjarlægja þurfti karlmann af þingpöllum Alþingis seint á fjórða tímanum sem var með læti og steig yfir handriðið. Þingmenn risu úr sætum og virkaði brugðið. 4. mars 2024 16:00