Reykjavík sparar tíma, fé og minnkar mengun með nútímavæðingu þjónustu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. mars 2024 07:31 Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Stafræn þróun Borgarstjórn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum að nútímavæða þjónustu borgarinnar með stafrænni umbreytingu. Hér eru örfá dæmi um nýleg verkefni á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur en þetta er bara toppurinn á ísjakanum: 90% umsókna orðnar rafrænar 90% umsókna umhverfis- og skipulagssviðs eru orðnar rafrænar, síðustu 10% eiga að klárast á árinu. Þetta sparar auðlindir, pappír, tíma, vesen, fé og minnkar mengun. Byggingaleyfi orðin rafræn Rafræn byggingaleyfisumsókn er ein þeirra sem varð rafræn 2022. Vegna þess sparaðist um 300 kg af pappír,sjö ferðir að lágmarki fyrir hverja einustu umsókn til að safna undirskriftum og skila eyðublöðum, akstur 1,6 sinnum umhverfis jörðina ár hvert og 10,4 tonn af koltvísýringi sparast vegna fækkunar ferða. Sparnaður vegna vinnutíma starfsfólks er auk þess gríðarlegur enda hefur heimsóknum til byggingafulltrúa snarfækkað úr sirka 600 heimsóknum í um eða undir 200 heimsóknir. Betri upplýsingar um framkvæmdir Við erum að auka gagnsæi og aðgengi að gögnum og upplýsingum um framkvæmdir. Hér er ný upplýsingasíða um framkvæmdir, malbikun og afnotaleyfi á einum stað hvort sem það er á vegum borgarinnar eða þriðja aðila. Hluti af þessu eru einnig góðar og gagnlegar verkefnasíður þar sem þróun og bakgrunnsupplýsingar fylgja, hér er dæmi um Hagaskólaframkvæmdirnar með tímalínu. Þetta eykur yfirsýn borgarbúa, minnkar þörf fyrir frekari upplýsingaöflun, kemur í veg fyrir misskilning, sparar tíma starfsfólks sem fer í að svara ábendingum og upplýsingabeiðnum. Hvenær verður tunnarnar næst tæmdar hjá þér? Rauntímaupplýsingar um sorphirðu með uppfærslu á sorphirðudagatali var nýlega birt, sjá hér. Það felur í sér sjálfvirkt ferli sem birtir hvenær tunnur eru næst tæmdar við þitt heimili, í rauntíma. Þegar hirða tefst þá er bara hægt að vita það strax. Þar er líka yfirlit yfir hversu langt er í næsta grenndargám og hverju er hægt að skila þar. Eykur yfirsýn og þægindi fyrir íbúa og sparar tíma sem fer í að afla sér upplýsinganna með öðrum leiðum. En þetta er líka mikið hagræði fyrir borgina en um 20 erindi hafa komið inn í þjónustuver á hverjum degi vegna sorphirðu. Ábatinn vegna þessarar breytingar fyrir borgina borgina eru um 60 dagar í fullri vinnu ár hvert eða um 4 milljónir. Er búið að moka leið þína til vinnu? Í gær var yfirlit yfir ferilvöktun á vetrarþjónustu Reykjavíkur sett í opinbera birtingu á Borgarvefsjá. Það eru rauntímagögn um ferðir þeirra aðila sem hreinsa fyrir borgina og þá geta íbúar sjálfir athugað hvort búið er að hreinsa þeirra leiðir. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar