Keyrum á nýrri menntastefnu Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár. Skoðun 29. nóvember 2024 07:23
Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Innlent 29. nóvember 2024 06:46
Þetta kostar Enn sem komið gengur ekki að leiða til lykta kjaraviðræður hins opinbera og kennarasambandsins. Aðdragandinn hefur verið langur og rétt í þessu var hent í eitt stykki fjölmiðlabann á línuna. Skoðun 28. nóvember 2024 19:43
Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Lítið er að frétta af kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög en fjölmiðlabann er í deilunni. Formaður Blaðamannafélagsins segir lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um hvernig deilunni miðar. Innlent 28. nóvember 2024 12:45
Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Stefán Birgir Jóhannesson, foreldri barns á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, hvetur Kennarasamband Íslands til að endurskoða aðferðarfræði sína í verkfalli kennara og binda enda á ótímabundin verkföll í fjórum leikskólum. Þetta segir Stefán Birgir í aðsendri grein á Vísi í dag. Innlent 28. nóvember 2024 08:47
Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni. Skoðun 28. nóvember 2024 08:42
Íslenska, hvað? Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl. Skoðun 28. nóvember 2024 07:50
Óður til kennara Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum. Skoðun 28. nóvember 2024 07:40
Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Hugur nemenda Menntaskólans að Laugarvatni er ekkert endilega við skólabækurnar þessa dagana því kór skólans er að fara að syngja á þrennum tónleikum í Skálholti með Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Meirihluti nemenda er í kórnum. Lífið 27. nóvember 2024 21:39
Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Innlent 27. nóvember 2024 20:19
Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Innlent 27. nóvember 2024 15:29
Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. Innlent 27. nóvember 2024 14:08
Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Barnamálaráðherra segir að fyrir atbeina núverandi fjármálaráðherra sé hægt að stórefla Ráðgjafar-og geiningarmiðstöð barna. Fé til þess sé m.a. sótt í aukafjárveitingu í fjárlögum til inngildingar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fullyrðingar barnamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun stofnunarinnar barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. Innlent 27. nóvember 2024 12:54
Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Árin mín í stéttarfélagsstörfum voru um margt merkileg en þar voru til staðar angar af stuttu starfsnámi sem í minni tíð var síðan eflt og sífellt bætt ofan á. Þegar síðan 5 stéttarfélög sameinuðust 1998 -1999 þá kom í minn hlut að leiða starfsmenntun innan hins nýja stéttarfélags, Eflingar. Búnar voru til ótal nýjar stuttar starfsmenntabrautir sem unnið var að í samvinnu við vinnuveitendur og svo sveitafélögin. Síðar komu svo starfsgreinaráðin sem ætlað var að þróa eftir þörfum námsleiðir á framhaldsskólastigi. Þar hófst nýr kafli og merkilegur því sótt var til Norðurlanda um reynslu og gekk það vel. Skoðun 27. nóvember 2024 11:10
FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. Innlent 26. nóvember 2024 21:02
Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skoðun 26. nóvember 2024 21:01
Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Innlent 26. nóvember 2024 17:48
Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli. Skoðun 26. nóvember 2024 17:42
Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. Innlent 26. nóvember 2024 17:20
Gleymdu leikskólabörnin Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Örvæntingafullar mæður hringja í stjórnmálafólk um miðjar nætur og grátbiðja um hjálp. Barnavernd komin inn í málin á nokkrum heimilum. Skoðun 26. nóvember 2024 17:00
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. Innlent 26. nóvember 2024 16:10
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. Innlent 26. nóvember 2024 15:18
Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Fyrsta skóflustungan að nýrri verknámsaðstöðu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í Reykjavík var tekin í morgun. Innlent 26. nóvember 2024 12:44
Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Um 43 prósent landsmanna vilja auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu en um 30 prósent halda rekstrarforminu óbreyttu. Alls vilja 27 prósent draga úr einkarekstri. Þá vilja 38 prósent auka einkarekstur í samgöngumálum og 28 prósent aukinn einkarekstur í menntakerfinu. Innlent 26. nóvember 2024 12:02
„Það má Guð vita“ Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Innlent 25. nóvember 2024 19:05
Kennarinn sem hvarf Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar. Skoðun 25. nóvember 2024 13:40
Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Innlent 25. nóvember 2024 12:18
Árangur og áskoranir í iðnmenntun Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Skoðun 25. nóvember 2024 11:22
Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Skoðun 25. nóvember 2024 10:32
Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Í dag hefjast verkföll í nokkrum skólum og þeirra á meðal er Árbæjarskóli, skólinn sem ég kenndi í þar til ég var kjörin á þing. Skoðun 25. nóvember 2024 09:51