Innlent

Strætis­vagni ekið á leikskólastarfsmann og barn

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð við leikskólann Ævintýraborg.
Slysið varð við leikskólann Ævintýraborg. Vísir/Vilhelm

Strætisvagni var ekið á starfsmann leikskólans Ævintýraborgar við Nauthólsveg og barn starfsmannsins í morgun. Bæði sluppu við alvarleg meiðsli.

Í tölvubréfi frá leikskólastjóra Ævintýraborgar til foreldra barna í skólanum segir að nokkur börn og foreldrar þeirra hafi orðið vitni að slysinu. Óhætt sé að láta börnin vita að þau sem lentu í því eru í lagi.

„Annað starfsfólk varð vitni að slysinu og skiljanlega eru allir viðkvæmir í dag. Ofan á þetta erum við frekar illa mönnuð og biðlum við því til foreldra að sækja fyrr í dag ef mögulegt er.“

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist í samtali við Vísi ekki búa yfir nánari upplýsingum um slysið að öðru leyti en að enginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×