Kona í fyrsta sinn ráðin forstjóri stærsta fyrirtækis Grænlands Stjórn sjávarútvegsrisans Royal Greenland hefur ráðið nýjan forstjóra. Fyrir valinu varð hin danska Susanne Arfelt Rajamand en hún hefur mikla alþjóðlega reynslu úr matvælageiranum. Viðskipti erlent 23. nóvember 2022 13:18
Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu. Innlent 22. nóvember 2022 20:01
„Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn“ „Maður upplifir sig bara sem vonda karlinn, það er bara þannig,“ segir Daði Hjálmarsson, útgerðarstjóri KG Fiskverkunar og stjórnarmaður í stjórn Samtaka fyrirtæka í sjávarútvegi. Innlent 17. nóvember 2022 07:03
Tvö hundruð tonna sæeyrnaeldi í Grindavík HS Orka og Sæbýli undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Gert er ráð fyrir byggingu á tvö hundruð tonna eldi sem mögulegt er að fimmfalda á næstu tíu árum. Viðskipti innlent 15. nóvember 2022 14:45
Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós á samruna Síldarvinnslunnar og Vísis Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á kaupum Síldarvinnslunnar á öllu hlutafé í útgerðinni Vísi í Grindavík er að ekki séu forsendur fyrir íhlutun í samruna félaganna tveggja. Meðal þess sem rannsakað var voru möguleg sameiginleg yfirráð Samherja og tengdra félaga yfir Síldarvinnslunni. Viðskipti innlent 14. nóvember 2022 19:45
Blaðamenn Kjarnans vilja milljónir frá Páli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. Innlent 12. nóvember 2022 08:38
Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Viðskipti innlent 10. nóvember 2022 16:21
Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu í Eyjum Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 8. nóvember frá klukkan 17 til 19 í Akóges-salnum í Vestmannaeyjum. Innlent 8. nóvember 2022 16:31
Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Viðskipti innlent 2. nóvember 2022 14:07
Aðgæsluleysi og vanræksla ástæða strandsins Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að ástæða þess að grænlenska fiskveiðiskipið Masilik strandaði í desember á síðasta ári hafi verið aðgæsluleysi og vanræksla við stjórn skipsins. Innlent 2. nóvember 2022 13:49
Spyrja hvort að hvalveiðum við Ísland sé lokið fyrir fullt og allt Kristjáni Loftssyni, eiganda Hvals, er alveg nákvæmlega sama um hvað gagnrýnendur á hvalveiðar fyrirtækis hans segja um hann. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hvalveiðar Íslendinga séu frekar hluti af fortíð Íslendinga en framtíð. Hún getur ekki fullyrt að hvalveiðileyfi Hvals verði framlengt eftir næsta ár. Innlent 2. nóvember 2022 11:15
Hagkerfið viðkvæmara fyrir verðsveiflum sjávarafurða en áls Hátt afurðaverð sjávarfangs á fyrstu níu mánuðum ársins tryggir að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins hefur haldist í horfinu. Verðþróun á þorski skiptir höfuðmáli fyrir útflutningstekjur Íslands og því gæti skörp, efnahagsleg niðursveifla í Bretlandi haft slæm áhrif á viðskiptajöfnuð Íslands. Hagkerfið er orðið minna viðkvæmt fyrir sveiflum í álverði en áður var. Innherji 2. nóvember 2022 07:00
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. Viðskipti innlent 1. nóvember 2022 21:41
Svandís dregur svar sitt um erfðablöndun eldislaxa og villtra til baka Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gefið út tilkynningu á vef matvælaráðuneytisins þar sem hún leiðréttir svar við fyrirspurn Brynju Dan Gunnarsdóttur þess efnis að ekki séu staðfest tilvik um erfðablöndun eldislaxa og villtra. Það sé rangt. Innlent 28. október 2022 10:27
Kallað út vegna uppsjávarskips sem hallaði við Reykjavíkurhöfn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 22:20 í gærkvöldi vegna uppsjávarskipsins Svans RE sem hallaði þar sem hann lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 28. október 2022 06:46
Svandís fari með fleipur um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sérfræðingur um laxfiska, segir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hreinlega fara með rangt mál þegar hún heldur því fram að ekki liggi fyrir staðfest erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa. Innlent 27. október 2022 15:48
Fönguðu lifandi leðurblöku Leðurblaka, svokölluð trítilblaka, fannst um borð í skipi á veiðum djúpt suðaustur af Íslandi í síðustu viku. Skipverjar fönguðu hana lifandi og komu til Náttúrustofu Austurlands. Innlent 27. október 2022 14:53
Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Viðskipti innlent 27. október 2022 14:05
Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg. Innlent 25. október 2022 18:39
Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Innlent 25. október 2022 16:15
Auknar strandveiðar hafi neikvæð áhrif á stöðugleika og erlenda markaði Forstjóri útgerðafyrirtækisins Samherja segir að þrisvar sinnum hærra verð hafi verið greitt fyrir eldislax í Bretlandi og Þýskalandi en íslenskan þorsk. Ástæðan fyrir þessum verðmun sé einkum vegna skorts á stöðugleika í framboði á þorski. Stöðugleikinn hafi minnkað því veiðiheimildir hafi færst í auknum mæli frá stórútgerð til smærri útgerða. Innlent 25. október 2022 14:30
„Ætlum við að vera fiskur dagsins?“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að eldisafurðir séu að taka yfir neytendamarkað á fiski. Skilaboðin frá erlendum verslunarkeðjum séu að fyrirsjáanleiki og tryggt aðgengi skipti öllu máli. Varaði hann við því að ef íslenskur sjávarútvegur gæti ekki tryggt vörur 365 daga ársins yrði þorskurinn að fiski dagsins í erlendum verslunarkeðjum. Viðskipti innlent 25. október 2022 11:55
Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn – þau fiska sem róa! Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfi Deloitte, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins, verður haldinn í dag en yfirskrift dagsins í ár er: Þau fiska sem róa! Viðskipti innlent 25. október 2022 08:00
„Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Innlent 24. október 2022 13:30
Gloppótt löggjöf um brottkast? Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Skoðun 23. október 2022 11:01
Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. Innlent 23. október 2022 08:00
„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. Innlent 22. október 2022 20:18
Austfirðir væru ekki það sem þeir eru í dag hefði álverið ekki komið Dagurinn sem breytti öllu á Reyðarfirði var 15. mars árið 2003 þegar samningar voru undirritaðir um smíði álvers Alcoa. Þetta austfirska sjávarþorp, sem áður hét Búðareyri, stökkbreyttist í iðnaðarbæ og íbúafjöldinn meira en tvöfaldaðist. Fimmtán ár eru um þessar mundir frá því rekstur þess hófst. Innlent 22. október 2022 07:27
Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21. október 2022 13:01
Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Innlent 21. október 2022 10:58