Áhrif veiðarfæra á losun koltvísýrings og líffræðilega fjölbreytni á hafsbotni Bjarni Jónsson skrifar 6. apríl 2024 13:40 Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Bjarni Jónsson Vinstri græn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Einstakt lífríki og líffræðilega fjölbreytni er að finna á grunnslóð kringum landið og þar er einnig að finna mikilvæg uppeldissvæði margra nytjategunda. Inn til fjarða og meðfram ströndum landsins eru mikilvæg mið til fiskveiða og nýtingar á öðru sjávarfangi, ekki síst fyrir nærliggjandi sjávarbyggðir. Mikilvægt er að horfa einnig til þess að mikið af koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum á hafsbotni er bundið í setlögum á grunnsævi þar sem veiðar fara fram. Veiðar og önnur athafnasemi á þessum svæðum þarf því ekki einungis að vera sjálfbær heldur þarf einnig að umgangast hafsbotninn af nærgætni. Það á ekki síst við með notkun og vali á veiðarfærum. Ekki liggur fyrir hversu mikið af koltvísýringi losnar við notkun mismunandi veiðarfæra sem dregin eru eftir botni eða vegna dýpkunar og mannvirkjagerðar á grunnsævi og mikilvægt að gera á því bragarbót. Því hef ég lagt fram tillögu á Alþingi um að matvælaráðherra verði falið að kanna losun gróðurhúsalofttegunda neðansjávar vegna jarðrasks af hafsbotni með tilliti til mismunandi veiðarfæra og áhrifa þeirra á líffræðilega fjölbreytni. Í hafinu er að finna einstök vistkerfi sem standa undir áframhaldandi tilvist okkar og lífi á jörðinni. Þangað sækjum við mat og nýtum auðlindir sem þarf að ganga varfærnislega um. Höfin geyma gríðarlegt magn af kolefni með því að drekka í sig stóran hluta alls þess koltvísýrings sem fer út í andrúmsloftið. Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ varðar þá almennu trú manna að hafið taki án takmarkana við úrgangi og losun af mannavöldum. Í þessu má finna nokkurn sannleika en aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu hefur þýtt að hafið gleypir aukið magn koltvísýrings. Þegar magn koltvísýrings eykst í hafinu verða efnaskipti sem lækka sýrustig þess og leiða til súrnunar sem í senn hefur skaðleg áhrif á lífríki hafsins. Máltækið er því dýru verði keypt og víst til þess fallið að ganga nærri lífríkinu og gáfu hafsins til þess að fanga gróðurhúsalofttegundir til langframa. Þessi eiginleiki hafsins til að fanga gróðurhúsalofttegundir er lykilatriði í hringrás kolefnis og stuðlar að jafnvægi á milli vistkerfa. Talið er að sjórinn hafi gleypt um 40% losunar af mannavöldum frá upphafi iðnbyltingarinnar í gegnum ýmsa líffræðilega ferla eins og stiklað var á að framan. Óljóst er hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda á sér stað þegar veiðarfæri eru dregin eftir hafsbotni og í því tilliti mikilvægt að það sé reiknað sem hluti af losun koltvísýrings vegna ólíkra veiða, með mismunandi veiðarfærum. Hér á landi eru veiðar stundaðar með átta ólíkum veiðarfærum. Þau eru botnvarpa, lína, net, flotvarpa, snurvoð, handfæri, plógur og gildrur. Áhrif þeirra á umhverfið eru ólík. Það er mikilvægt að styðja enn frekar við rannsóknir og eftirlit með áhrifum veiðarfæra, en ekki síður að þær rannsóknir taki einnig til losunar gróðurhúsalofttegunda af hafsbotni vegna þess jarðrasks sem kann að hljótast af mismunandi veiðarfærum eftir botnlagi. Í alþjóðlegu samhengi er ekki víða að finna skipulagt eftirlit sem slíkt og því enn fremur tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að vera leiðandi í eftirliti með losun frá hafsbotni sem kemur til vegna veiðarfæra. Höfundur er fiskifræðingur og þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun