Mengun á við 1,7 milljón manns í boði SFS Jón Kaldal skrifar 15. apríl 2024 10:17 Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Af hverju þarf sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu mengunarvarnarlögum og önnur starfsemi? Það verður spennandi að sjá hvort þessari spurningu er svarað í umhverfisskýrslu SFS „Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi“ sem verður kynnt á hádegisfundi samtakanna á Grand hóteli í dag. Nú eru um 37 þúsund tonn af eldislaxi í sjókvíum við Ísland. Samkvæmt norsku umhverfisstofnunni er skólp frá hverju tonni af eldislaxi í sjókví ígildi skólps frá 16 manneskjum. Þetta þýðir að skólpið sem streymir nú óhreinsað í gegnum netmöskvana er á við 592.000 manns, eða ríflega 50 prósent umfram þann fjölda af fólki sem býr á Íslandi. Ef framleiðslan nær því hámarki sem gert ráð fyrir verður þessi mengun á við 1,7 milljón manns. Það er á við um 4,5 sinnum fjölda íbúa landsins. Í boði SFS. Ekki geðslegur kokteill Og úrgangurinn sem flæðir óhindraður í hafið frá sjókvíaeldi er ekki huggulegur kokteill. Í honum eru fiskaskítur, fóðurleifar, míkróplast í miklu magni, skordýraeitur sem er notað gegn lúsinni og þungmálmurinn kopar, sem er notaður í ásætuvarnir til að koma í veg fyrir að gróður og sjávarlífverur festi sig á netapokana. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur vakið athygli á því að óheft notkun ásætuvarna sem innihalda kopar (svokallað koparoxíð) er grafalvarlegt mál. Efnið leysist ekki upp í náttúrunni heldur hleðst upp og er baneitrað fyrir lífríkið. Í nýlegri skýrslu norska Hafró er bent á að framleiðslufyrirtækjum á landi er umsvifalaust lokað ef þau losa meira en tvö kíló af kopar út í umhverfið. Hvert sjókvíaeldissvæði losar að meðaltali 1.700 kíló á ári í sjóinn. Þetta eru efni sem Arnarlax og Arctic Fish, bæði aðildarfélög í SFS, hafa notað á netin sín um árabil. Af hverju? Af hverju er þetta leyft? kunnið þið mögulega að velta fyrir ykkur kæru lesendur. Á Íslandi gilda ströng lög um varnir gegn mengun hafs og stranda, mörg ár er síðan blátt bann var lagt við notkun botnmálningar sem inniheldur kopar á skip og sveitarfélög hafa bætt við háum gjöldum á íbúa sína til að fjármagna skólphreinsistöðvar á landi. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum skildum þetta ekki heldur. Hvernig getur það viðgengist að sjókvíaeldi á laxi þarf ekki að sæta sömu lögum og önnur starfsemi? Fyrirspurnir innan kerfisins leiddu okkur á endanum til Umhverfisráðuneytisins. Þar bárust þær skýringar að um sjókvíeldið giltu sérstök lög og reglugerðir vegna þess að „starfsemin fer fram í viðtakanum“. Hugsið ykkur. Einsog annað búdýrahald á landi þarf landeldi á laxi að lúta öllum áðurnefndum lögum um meðferð skólps, en af því að sjókvíarnar hanga í plastflotholtum í sjónum þá mega þau láta skólpið flæða beint í hafið. Eðlilega er um 70 prósent þjóðarinnar á móti svona vitleysu. Furðuleg mótsögn Þetta er ein af (mörgum) ástæðum þess að óskiljanlegt er að SFS hafi kosið að taka að sér þessa grimmu hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldi. Sú starfsemi er í mótsögn við flest allt það sem íslenskur sjávarútvegur stendur fyrir þegar kemur að umgengni við umhverfið enda skaðar sjókvíaeldi lífríkið. Þar á meðal vistkerfi í fjörðum sem þjóna mikilvægu hlutverki í uppvexti ungviðis þorsktegunda. Með sjókvíaeldið innaborðs eru heitstrengingar SFS um sterka umhverfisvitund hlægilegur grænþvottur eða grátleg hræsni. Bæði jafnvel. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun