Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 22:36 Hún segir að rústa sé verið íslenskri náttúru fyrir vellystingar í Noregi. Vísir/Samsett Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“ Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeigandans, segir kvíar sem Arctic Sea Farm hafa þegar komið fyrir í Djúpinu vera í bullandi ólögmæti og að lögbannsbeiðnin sé lokaúrræði til að „hrista þessa íslensku stjórnsýslu til lífs“ svo hægt sé að koma náttúrunni til bjargar. Stærð landareignarinnar vanmetin Samkvæmt umfjöllum BB stefnir Arctic Sea Farm að því að setja út 1 ti 1,5 milljón seiða af frjóum eldislaxi í maí næstkomandi í kvíastæði við Sandeyri en fyrirtækið fékk rekstrarleyfi frá Matvælastofnun í síðasta mánuði. Á sama tíma fékk fyrirtækið leyfi fyrir kvíastæðum við Arnarnes og Kirkjusund. Áætluð eldissvæði Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.MAST Katrín segir stjórnsýsluna ekki hafa tekið mið af netlögunum við veitingu leyfanna. „Það er búið að vanmeta algjörlega hversu langt landið hans nær út í sjó og fyrir vikið búið að heimila sjókvíaeldi inni á hans eignarjörð sem er galið því hann er alfarið á móti þessu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Katrín segir landeigandann hafa keypt landið til að verja tíma í friði og ró en enginn hafi hlustað á mótbárur hans við framkvæmdunum. Landeigendur á svæðinu í kring hafi einnig mótmælt fyrirhuguðum sjókvíum. „Gígantísk frekja“ Í lögbannsbeiðninni koma fram helstu ástæður þess að Katrín og skjólstæðingur hennar telja aðgerðir Arctic Sea Farm ólögmætar. Ásamt því að sjókvíarnar liggi að þeirra mati inni á jarðeign landeigandans telja þau að verði af áformum um sjókvíar á svæðinu komi það til með að ógna siglingaöryggi. Sandeyrarsvæðið sé í ljósgeisla frá Óshólavita og því sé um að ræða aðgerð sem brýtur í bága við lög um vitamál. Einnig fara þau fram á að nýtt umhverfismat þurfi að liggja fyrir og nýtt álit Skipulagsstofnunar um það mat áður en leyfisveiting verður möguleg. Er það vegna rannsóknar lögreglu á slysasleppingum í öðrum kvíum Arctic Sea Farm. „Lögbannskrafan er um það að þetta verði stoppað þangað til að við getum að minnsta kosti fengið úr um það skorið fyrir þessari blessuðu úrskurðarnefnd hvort það hafi verið lögmætt eða ekki að veita öll þessi leyfi. Það er svo mikill asi á þessu. Leyfin eru veitt í lok febrúar og svo eru bara komnar kvíar og allt fyrir einhverjum viku, tíu dögum. Þetta er svo gígantísk frekja hjá þessum stórfyrirtækjum,“ segir Katrín. Rústa íslenskri náttúru fyrir norskar vellystingar Hún segir ríkisstjórnina verða að grípa inn í og gera eitthvað í málunum áður en verður um seinan. „Vegna þess að það er verið að rústa íslenskri náttúru til þess að einhverjir norskir Exit-gaurar geti haft það aðeins betur í einhverjum vellystingum,“ segir Katrín. „Þarna er ekki brothætt byggð í kring, það er ekkert þorp þarna í kring þar sem hægt er að rökstyðja að sé verið að bjarga einhverjum störfum. Þetta er eyðileggingarafl gegn íslenskri náttúru sem okkur þykir öllum alveg ótrúlega vænt um.“
Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Fiskeldi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira