Segir útséð um hvalveiðar í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2024 08:40 Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf er ekki bjartsýnn á að hægt verði að veiða hval í sumar. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, segir útséð um að hvalveiðar fari fram í sumar. Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar að veita fyrirtækinu starfsleyfi til eins árs í senn en Kristján segir að með því sé grunnur lagður að því að gera starfsemina óstarfshæfa. Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Í samtali við Morgunblaðið segir Kristján að Hvalur hf. bíði enn eftir svörum frá matvælaráðherra við umsókn um leyfi til veiða á langreiðum. Umsóknin var send þann 30. janúar síðastliðinn. Svar barst frá ráðuneytinu um fimmtíu dögum síðar, þar sem óskað var eftir nánari upplýsingum frá fyrirtækinu um hvort og þá hvernig það uppfyllti kröfur tiltekinna laga og reglugerða. Tekið var fram að til skoðunar væri að veita leyfið eingöngu til eins árs í senn. „Það er augljóst í mínum huga að matvælaráðuneytið, undir forystu ráðherra Vinstri-grænna, skeytir engu um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis og heldur skipulega áfram í sinni vegferð að reyna að leggja atvinnustarfsemina af, þótt hún byggist á lögum,“ er haft eftir Kristjáni Loftssyni í Morgunblaðinu. Ef ekki væri útséð um starfsleyfi sé ekki hægt að ganga í mannaráðningar og kaup á aðföngum, sem sé forsenda þess að hægt sé að halda til veiða. Hvalur svaraði því erindi Matvælaráðuneytisins og benti á að fyrirsjáanleiki væri afar mikilvægur. Tekið var fram að með því að veita leyfi til eins árs í senn væri raunar verið að leggja grunn að því að gera atvinnustarfsemina óstarfhæfa.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45 „Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi. 10. apríl 2024 11:45
„Ef ekki er markaður fyrir kjötið er efnahagslegur ávinningur enginn“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, nýr matvælaráðherra, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort hún myndi heimila eða banna hvalveiðar. Hún var þó afdráttarlaus um afstöðu sína á þingfundi í febrúar árið 2019. 10. apríl 2024 08:28