„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. Handbolti 19. maí 2024 22:46
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. Handbolti 19. maí 2024 19:00
Mættust síðast í úrslitum fyrir aldarfjórðungi Einvígi FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitum um titilinn. Handbolti 19. maí 2024 12:31
Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Handbolti 16. maí 2024 08:00
„Núna ætla ég að klára þetta þar sem þetta er síðasta tímabilið mitt hérna“ Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit eftir sigur gegn Val á útivelli 27-29. Sport 15. maí 2024 22:15
„Þetta var eitt það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum“ Afturelding vann Val á útivelli 27-29 í fjórða leik milli liðanna í undanúrslitum. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með að vera kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 15. maí 2024 21:57
Uppgjörið og viðtöl: Valur - Afturelding 27-29 | Mosfellingar í úrslit Afturelding vann tveggja marka sigur gegn Val í N1-höllinni 27-29. Frábær síðari hálfleikur Mosfellinga tryggði þeim farseðilinn í úrslit þar sem liðið mætir FH. Handbolti 15. maí 2024 21:14
„Okkur dauðlangar í meira“ Það er óhætt að segja að komandi dagar séu ansi mikilvægir fyrir karlalið Vals í handbolta sem að leikur þrjá úrslitaleiki á næstunni. Úrslitaleiki sem gæti fjölgað nokkuð ört gangi allt að óskum hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara liðsins og leikmönnum hans. Fyrsti úrslitaleikurinn á sér stað í kvöld þar sem að Valur mætir, með bakið upp við vegg, Aftureldingu á heimavelli í undanúrslitum Olís deildarinnar. Handbolti 15. maí 2024 12:31
Ólafur Gústafsson aftur heim í FH: „Gleðidagur fyrir okkur FH-inga“ Ólafur Gústafsson hefur samið við FH um að spila með liðinu í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Handbolti 14. maí 2024 10:05
„Annað hvort gera þeir eins og Man. City eða eins og Liverpool“ Það eru spennandi tímar fram undan hjá karlaliði Vals í handknattleik. Handbolti 11. maí 2024 08:02
Einar Bragi skrifaði undir tveggja ára samning í Svíþjóð Einar Bragi Aðalsteinsson landsliðsmaður Íslands í handbolta og leikmaður FH hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska stórliðið Kristianstad og gengur til liðs við félagið í sumar. Handbolti 10. maí 2024 10:01
Ísland eignast nýtt EHF dómarapar Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið íslensku dómurunum Þorvari Bjarma Harðarsyni og Árna Snæ Magnússyni réttindi til að dæma á vegum EHF í alþjóðlegum keppnum. Handbolti 8. maí 2024 12:00
Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Handbolti 8. maí 2024 11:31
„Höfum spilað vel án Arons áður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 5. maí 2024 23:18
„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. Handbolti 5. maí 2024 23:02
Uppgjör og viðtöl: FH - ÍBV 34-27 | Aronslausir FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitum FH tryggði sér í kvöld farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deidar karla í handbolta en liðið komst þangað með sannfærandi sigri á móti ÍBV í oddaleik liðanna í stútfullum Kaplakrika. Handbolti 5. maí 2024 21:24
Afturelding einum sigri frá úrslitum Afturelding lagði Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Heimamenn leiddu allan leikinn en gestirnir gerðu áhlaup í blálokin og náðu að minnka muninn niður í eitt mark, lokatölur 26-25. Handbolti 5. maí 2024 20:01
Hætti óvænt: Fannst hann skulda fjölskyldunni smá tíma Þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta stýrði liðinu í efstu deild í fyrrakvöld en er hins vegar hættur með liðið. Eftir mikinn eril síðustu mánuði hlakkar hann til að hafa meiri tíma með fjölskyldunni. Handbolti 4. maí 2024 10:31
Hættir eftir að hafa komið Fjölni upp Sverrir Eyjólfsson stýrði Fjölni í síðasta sinn þegar liðið vann Þór í oddaleik um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. Handbolti 3. maí 2024 12:00
„Við vorum bara ekki á svæðinu“ Valur valtaði yfir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í kvöld. Leikurinn endaði 39-25 og sáu Mosfellingar aldrei til sólar í leiknum. Handbolti 2. maí 2024 22:03
Uppgjörið og viðtöl: Valur - Afturelding 39-25 | Valsmenn jafna einvígið með stórsigri Valur valtaði yfir Aftureldingu og sigraði með fjórtán mörkum, 39-25, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Handbolti 2. maí 2024 21:00
Fjölnir tryggði sér sæti Olís deildinni á næsta tímabili Fjölnir tryggði sér sæti í Olís deild karla á næsta tímabili með 24-23 sigri gegn Þór í oddaleik umspilsins í Grill 66 deildinni. Handbolti 2. maí 2024 20:13
Aron í myndatöku í dag vegna meiðslanna Aron Pálmarsson fór meiddur af velli í naumu tapi FH fyrir ÍBV í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla í gær. Hann fékk mikinn verk í fingur og mun fara í myndatöku síðar í dag. Handbolti 2. maí 2024 12:58
Sjáðu dramatísku vítakastskeppnina í Eyjum ÍBV tryggði sér oddaleik gegn FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í gær á ótrúlegan hátt. Handbolti 2. maí 2024 11:02
„Féllu dómar í dag sem voru að mér fannst ansi augljósir“ „Vil bara segja að ég er ofboðslega stoltur af liðinu mínu, hvernig það lagði sig allt í verkefnið í dag,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tapaði fyrir ÍBV í vítakeppni eftir tvíframlengdan leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 1. maí 2024 20:30
Óheflaði Eyjapeyinn Kári Kristján: „Töpum aldrei í vítakeppnum“ „Já ég myndi nú segja það,“ sagði Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson einfaldlega aðspurður hvort sigur ÍBV á FH í Vestmannaeyjum í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta væri einn ótrúlegasti leikur á hans ferli. Handbolti 1. maí 2024 20:01
Uppgjörið: ÍBV - FH 39-38 | ÍBV tryggði sér oddaleik eftir vítakastkeppni FH og ÍBV þurfa að mætast í oddaleik í undanrslitum Olís-deildar karla í handbolta en það varð ljóst eftir að Eyjamenn knúðu fram sigur í fjórða leik liðanna í einvíginu í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 1. maí 2024 19:26
„Mætum til Eyja á miðvikudaginn til þess að loka þessu“ FH misnotaði tækifærið til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin en liðið tapaði gegn ÍBV 28-29. FH er 2-1 yfir í einvíginu. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var svekktur eftir tap kvöldsins. Sport 28. apríl 2024 21:30
„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. Sport 28. apríl 2024 21:12
Uppgjör,viðtöl og myndir : FH - ÍBV 28-29 | Elmar neitaði að fara í sumarfrí ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur 28-29. Elmar Erlingsson kórónaði stórkostlegan leik með því að gera sigurmarkið en hann skoraði samtals 15 mörk. Handbolti 28. apríl 2024 20:15