Aron og Thea Imani mikilvægust í vetur Lokahóf HSÍ fór fram í hádeginu í dag. Íslandsmeistararnir Aron Pálmarsson og Thea Imani Sturludóttir voru valdir mikilvægustu leikmenn Olís-deildanna. Handbolti 11. júní 2024 13:01
Aðalsteinn tekur við Víkingum Aðalsteinn Eyjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá Víkingi. Hann tekur einnig við sem yfirmaður handknattleiksmála félagsins. Handbolti 8. júní 2024 20:31
Einar Baldvin til Aftureldingar Einar Baldvin Baldvinsson er genginn til liðs við Aftureldingu í Olís-deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum. Handbolti 6. júní 2024 15:31
Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. Handbolti 6. júní 2024 10:00
Gunnar Steinn snýr heim og stýrir Fjölni í Olís deildinni Gunnar Steinn Jónsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Fjölni og mun stýra liðinu í Olís deild karla á næsta tímabili. Handbolti 3. júní 2024 11:54
Tveir Færeyingar til silfurliðsins Silfurlið síðasta tímabils í Olís-deild karla, Afturelding, hefur sami við tvo færeyska leikmenn. Þetta eru þeir Sveinur Ólafsson og Hallur Arason. Handbolti 31. maí 2024 23:30
Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur Aron Pálmarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með FH. Takmark sem hann stefndi að með uppeldisfélaginu allt frá heimkomu fyrir tímabilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja umræðuna um möguleg endalok á hans ferli. Handbolti 31. maí 2024 10:00
Átján Íslandsmeistaratitlar á Hlíðarenda á átta árum Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum. Körfubolti 30. maí 2024 09:31
„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. Handbolti 29. maí 2024 23:51
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. Handbolti 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. Handbolti 29. maí 2024 23:06
Uppgjör: Afturelding - FH 27-31 | FH-ingar Íslandsmeistarar FH varð Íslandsmeistari í handbolta í kvöld eftir að hafa sigrað Aftureldingu. Leikurinn fór 31-27 og var þetta þriðji sigur FH í úrsliteinvíginu. Handbolti 29. maí 2024 22:25
Twitter um langþráðan FH-titil: „Það sem ég elska þetta“ Stuðningsmenn FH réðu sér vart fyrir kæti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í handbolta karla í kvöld. Handbolti 29. maí 2024 22:12
Afturelding getur knúið fram oddaleik í kvöld FH getur með sigri gegn Aftureldingu í kvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í fyrsta sinn síðan árið 2011. Með sigri í kvöld knýr Afturelding fram oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, sem færi fram næsta sunnudag í Kaplakrika. Handbolti 29. maí 2024 14:04
Tjörvi til Bergischer Tjörvi Týr Gíslason hefur skrifað undir eins árs samning við þýska úrvalsdeildarliðið Bergischer. Hann hefur leikið með Val allan sinn feril. Handbolti 28. maí 2024 14:59
Ekki tilbúinn að ræða hversu margir kveðja Val Óvíst er hversu margir leikmenn Vals munu leggja handboltaskóna á hilluna eftir frækinn Evrópusigur um helgina. Þegar hafa tveir staðfest að þeir séu hætti en fleiri gætu bæst í hópinn. Handbolti 28. maí 2024 14:51
„Gerist ekki grátlegra“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 26. maí 2024 22:44
„Finnst þetta geðveikur sigur“ Aron Pálmarsson steig upp undir lok leiks er FH-ingar tóku forystuna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla með dramatískum eins marks sigri gegn AFtureldingu í kvöld, 27-26. Handbolti 26. maí 2024 22:34
„Geggjað að sjá Símon setja hann í lokin“ „Þetta var náttúrulega bara rosalegt,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir að liðið tryggði sér eins marks sigur gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla. Handbolti 26. maí 2024 22:23
Hetjan Símon: „Helvítis léttir“ Símon Michael Guðjónsson reyndist hetja FH er liðið vann dramatískan eins marks sigur í þriðja leik liðsins gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 26. maí 2024 21:52
Uppgjörið: FH-Afturelding 27-26 | FH-ingar tóku forystuna með síðasta skoti leiksins FH er með 2-1 forystu í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta eftir hádramatískan eins marks sigur gegn Aftureldingu í kvöld, 27-26. Símin Michael Guðjónsson reyndist hetja Hafnfirðinga. Handbolti 26. maí 2024 21:20
Haukar sækja sér reynslumikinn markvörð á Selfoss Litháinn Vilius Rasimas verður ekki áfram með Selfyssingum en spilar þó áfram í Olís deildinni í handbolta næsta vetur. Handbolti 24. maí 2024 17:35
Myndasyrpa: FH jafnaði metin með minnsta mun FH hefur jafnað metin gegn Aftureldingu í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Tæpara mátti það vart vera en FH vann eins marks sigur í Mosfellsbæ í kvöld. Handbolti 22. maí 2024 23:30
„Þetta einvígi er bara rétt að byrja og við þurfum að svara fyrir þetta á sunnudaginn“ Afturelding tapaði gegn FH á heimavelli 27-28. FH-ingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir tap kvöldsins. Sport 22. maí 2024 22:40
„Þeir höfðu gott af þessu þessir litlu karlar í Aftureldingu“ FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu á útivelli 27-28 Staðan er jöfn 1-1 í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Einar Bragi Aðalsteinsson, leikmaður FH, var afar ánægður með sigurinn. Sport 22. maí 2024 22:27
Uppgjörið og viðtöl: Afturelding-FH 27-28 | FH-ingar jöfnuðu einvígið FH vann eins marks sigur gegn Aftureldingu 27-28. Leikurinn var æsispennandi en á lokakaflanum gerðu FH-ingar þrjú mörk í röð sem var of stór biti fyrir Mosfellinga. Handbolti 22. maí 2024 21:30
„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. Handbolti 19. maí 2024 22:46
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. Handbolti 19. maí 2024 19:00
Mættust síðast í úrslitum fyrir aldarfjórðungi Einvígi FH og Aftureldingar um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst í kvöld. Þessi lið hafa einu sinni áður mæst í úrslitum um titilinn. Handbolti 19. maí 2024 12:31
Úr húsvarðarstarfi í atvinnumennsku Óhætt er að segja að handboltamaðurinn Einar Bragi Aðalsteinsson hafi átt viðburðarríka viku. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik og skrifaði undir atvinnumannasamning erlendis. Handbolti 16. maí 2024 08:00