„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 10:31 Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason spiluðu lengi saman en eru hættir í handbolta og keppa nú á móti hvorum öðrum í golfi og padel. Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu. Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu.
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira