Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2025 20:45 Benedikt Marinó skoraði sigurmark Stjörnunnar á lokasekúndum leiksins. Stjarnan fagnaði sínum fyrsta sigri í Olís deild karla í handbolta eftir æsispennandi leik gegn HK. Lokatölur í Garðabænum 26-25 eftir sannkallaðan spennutrylli. Mikið jafnræði var með liðunum, þó þau hafi bæði átt sína spretti og skipst á að taka forystuna. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka stóð staðan jöfn 24-24. Þá tók við æsispennandi endasprettur þar sem Gauti Gunnarsson kom Stjörnunni yfir, en Haukur Ingi Hauksson náði að jafna fyrir HK. Stjörnumenn tóku þá leikhlé og höfðu sléttar þrjátíu sekúndur til að skora sigurmarkið, sem Benedikt Marínó Herdísarson gerði með bylmingsskoti utan af miðju. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu en þriðja tap HK í jafnmörgum leikjum. HK-ingar eru því neðstir í Olís deildinni en Stjarnan stekkur upp í níunda sætið. Sigurður Dan Óskarsson átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði 17 af 42 skotum (40.5 prósent), þar af eitt víti, auk þess að gefa eina stoðsendingu. Ísak Logi Einarsson skoraði mest fyrir Stjörnuna, sex mörk úr tólf skotum, en sá hittnasti hjá heimamönnum var Jón Ásgeir Eyjólfsson sem skoraði fjögur mörk með fullkominni skotnýtingu. Sem er þó ekki alveg eins gott og hjá Sigurði Jefferson Guarino, sem skoraði sex mörk úr sex skotum fyrir HK. Stjarnan Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Valur sótti nauman sigur norður Valur slapp með 27-26 sigur eftir að hafa glutrað góðri forystu gegn Þór á Akureyri í þriðju umferð Olís deildar karla. 19. september 2025 20:24 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Sjá meira
Mikið jafnræði var með liðunum, þó þau hafi bæði átt sína spretti og skipst á að taka forystuna. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka stóð staðan jöfn 24-24. Þá tók við æsispennandi endasprettur þar sem Gauti Gunnarsson kom Stjörnunni yfir, en Haukur Ingi Hauksson náði að jafna fyrir HK. Stjörnumenn tóku þá leikhlé og höfðu sléttar þrjátíu sekúndur til að skora sigurmarkið, sem Benedikt Marínó Herdísarson gerði með bylmingsskoti utan af miðju. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu en þriðja tap HK í jafnmörgum leikjum. HK-ingar eru því neðstir í Olís deildinni en Stjarnan stekkur upp í níunda sætið. Sigurður Dan Óskarsson átti góðan leik í marki Stjörnunnar og varði 17 af 42 skotum (40.5 prósent), þar af eitt víti, auk þess að gefa eina stoðsendingu. Ísak Logi Einarsson skoraði mest fyrir Stjörnuna, sex mörk úr tólf skotum, en sá hittnasti hjá heimamönnum var Jón Ásgeir Eyjólfsson sem skoraði fjögur mörk með fullkominni skotnýtingu. Sem er þó ekki alveg eins gott og hjá Sigurði Jefferson Guarino, sem skoraði sex mörk úr sex skotum fyrir HK.
Stjarnan Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Valur sótti nauman sigur norður Valur slapp með 27-26 sigur eftir að hafa glutrað góðri forystu gegn Þór á Akureyri í þriðju umferð Olís deildar karla. 19. september 2025 20:24 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Sjá meira
Valur sótti nauman sigur norður Valur slapp með 27-26 sigur eftir að hafa glutrað góðri forystu gegn Þór á Akureyri í þriðju umferð Olís deildar karla. 19. september 2025 20:24